9. Stofna auka starfsmann í áætlun
Hægt er að afrita nýjan starfsmann/launamann útfrá eldri launamanni.
Farið er í “Áætlun” í hliðarvali Kjarna og þar valið “Stofna auka starfsmann í launaáætlun”.
Til þess að afritun virki þá verður afritaði starfsmaðurinn að vera með eftirtalin spjöld í gildi:
Tenging innan fyrirtækis
Grunnlaun
Fastir launaliðr
Þegar smellt er á aðgerðina kemur þessu valskjár upp með sjálfgefnum gildum í “Nýtt nafn” og “Ný kennitala”. Kefið finnur sjálfkrafa nýja kennitölu útfrá dagsetningunni 010180. Hægt er að yfirskrifa bæði nafn og kennitölu.
Hakið aðeins í áætlun setur ráðningarmerkinguna “Í áætlun” í spjaldið Tenging innan fyrirtækis og hak í “Aðeins í áætlun” í Grunnlaunaspjaldi.
Haka þarf við rofann “Geyma niðurstöðu” til þess að stofna öll spjöldin.
Ef ekki er hakað í „Geyma niðurstöðu“ þá sýnir keyrslan aðeins það sem hún mun stofna án þess að geyma niðurstöðuna.
Þegar smellt er á Framkvæma kemur upp aðgerðarsaga með yfirliti yfir þau spjöld sem stofnuð voru og þau skilyrði sem í spjöldunum eru.
Eftirfarandi spjöld eru afrituð:
Starfsmaður
Launamaður
Tenging innan fyrirtækis
Grunnlaun
Fastir launaliðir
Vinnutími
Lífeyrissjóðir
Stéttarfélög
Reikniliðir
Reiknihópar