Stofna launaáætlun

 

Til að stofna launaáætlun er smellt á stofna í áætlunarhringnum. 

Stofnun nýrrar áætlunar:

  1. Smellið á "Stofna". Þá opnast valgluggi fyrir forsendur áætlunar.

  2. Fyllið út eftirfarandi:

    • Fyrirtæki

    • Áætlunarár

    • Mánuðir; yfirleitt er ekki fyllt út í þennan reit. En ef óskað er eftir áætlun fyrir færri en 12 mánuði: Dæmi: Fyrir fyrsta ársfjórðung sláið inn "1,2,3” fyrir janúar, febrúar og mars

    • Einkenni (t.d. 1 fyrir fyrstu útgáfu, 2 fyrir aðra o.s.frv.)

  3. Undir "Aðgerðir": Mælt er með að hafa eftirfarandi óhakað:

    • Sækja fasta launaliði

    • Eyða föstum launum fyrir

    • Reikna laun. - Þessar aðgerðir verða framkvæmdar síðar í áætlunarferlinu.

  4. Smellið á "Stofna" til að hefja vinnsluna. Kerfið mun sjálfkrafa búa til 12 útborganir, eina fyrir hvern mánuð ársins.

Hægt er að skilgreina launaliði hvort þeir eigi að koma fram í áætlun.

Skilgreining launaliða fyrir áætlun:

  1. Opnið spjald launaliða.

  2. Veljið flipann "Greining".

  3. Hakið í reitinn "Launaliður í áætlun".

 

  • Þegar áætlun er stofnuð:

    • Allir launaliðir með hak munu sjálfkrafa birtast í svæðinu "Launal. í skráningu".

    • Ef engir launaliðir eru með hak þarf handvirkt að skrá þá launaliði sem eiga að vera með í áætluninni.