Stofna námskeið
Þegar smellt er á stofna námskeið opnast skráningarspjald námskeiðs. Þar inni eru skráðar allar upplýsingar um námskeiðið sem á að stofna.
Glugginn sem opnast skiptist í fjóra flipa, Stofngögn, Tími og markhópar, Þátttakendur og Viðbótarspurningar.
Stofngögn | |
---|---|
Undir stofngögn eru skráðar inn helstu upplýsingar um námskeiðið.
| |
Í hliðarglugganum er hægt að velja inn ábyrgðarmann námskeiðs úr starfsmannaskrá fyrirtækisins. Þar er einnig hægt að setja inn upplýsingar um þá hæfni og réttindi sem námskeiðið veitir. Þegar námskeiðið er staðfest flytjast réttindi og hæfni sem fylgdu námskeiðinu í viðeigandi spjöld þátttakenda. Dæmi: Námskeiðið Skyndihjálp veitir réttindin Skyndihjálp. Þeir starfsmenn sem ljúka námskeiðinu fá skráð á sig réttindi Skyndihjálp um leið og námskeiðið er staðfest í fræðsluhluta kerfisins. |
Tími og markhópar | |
---|---|
Hér eru settar inn upplýsingar um tímasetningar, staðsetningar og markhópa námskeiðsins. Tími og staðsetning: Til að setja inn tímasetningar er ýtt á græna plúsinn. Ef námskeiðið er haldið yfir nokkra daga þarf að setja færslu fyrir hvern dag sem námskeiðið er haldið. Markhópar: Til að velja inn markhópa er smellt á græna plúsinn. Nánari upplýsingar um markhópa má sjá hér. |
Þátttakendur | |
---|---|
Í þátttakenda flipanum er settar inn upplýsingar um lágmarks- og hámarksfjölda þátttakenda. Sjálfgefin hámarksfjöldi þátttakenda er 15 þegar námskeið er stofnað en hægt er að skilgreina annan sjálfgefin fjölda með stillingu. Í þátttakendaflipanum er einnig hægt að handskrá inn þátttakendur með því að velja þá úr starfsmannalista (með því að smella á græna plúsinn) eða með því að slá inn hluta af kennitölu, nafni eða starfsmannanúmeri. Auk þess er hægt að leita eftir ákveðnu fyrirtæki, ákveðinni skipulagseiningu eða ákveðinni stöðu og skrá alla í einu sem tilheyra þeim leitarskilyrðum. Ef leitað er eftir nafni starfsmanns þá birtast allir starfsmenn óháð ráðningarmerkingu en ef leitað er eftir fyrirtæki, skipulagseiningu eða stöðu birtast bara virkir starfsmenn (með ráðningarmerkinguna 'Í starfi'). Ef að þátttakendur verða fleiri en hámarksfjöldi þátttakenda fara þeir á biðlista. Ef að þátttakandi afskráir sig af námskeiði þar sem er biðlisti breytist þátttakandinn sem er efstur á biðlista sjálfkrafa í skráðan þátttakanda. Þeir þátttakendur sem eru með þátttökustöðuna Skráður fá fundarboð þegar námskeiðið er vistað eða þegar starfsmaður skráir sig á námskeið í gegnum starfsmannavefinn. Ef þátttakandi afskráir sig fær hann afbókun á fundarboðið og sá þátttakandi sem er efstur á biðlista fær þátttökustöðuna Skráður og fær fundarboð sent. Ef í einhverjum tilfellum sendist ekki fundarboð á þátttakendur er hægt að triggera sendingu fundarboða með því að keyra skipun CourseMeetingRequest.Send.[CourseID] þar sem CourseID er númer þess námskeiðs sem senda á fundarboðið fyrir. |
Viðbótarspurningar | |
---|---|
Viðbótarspurningar eru ætlaðar ef spyrja á spurninga þegar þátttakandi skráir sig á námskeið/viðburð. Til dæmis ef verið er að skrá sig á árshátíð er hægt að spyrja viðkomandi hvort maki komi með. Spurningarnar birtast á starfsmannavefnum eftir að starfsmaður hefur valið að skrá sig á námskeið/viðburð. Svörin við viðbótaspurningunum er svo hægt að birta í í listanum Svör viðbótarspurninga í hliðarvalmynd. |