Markhópar

Í Kjarna er hægt að stofna markhópa og tengja á námskeið. Markhópar eru notaðir ef námskeið er ætlað fyrir ákveðinn hóp starfsmanna og ætti t.d. ekki að vera sýnilegt öðrum starfsmönnum í Næstu námskeið á starfsmannavef. 

Ef markhópur er tengdur á námskeið þá birtist viðkomandi námskeið eingöngu á starfsmannavef þeirra starfsmanna sem tilheyra þeim markhóp sem tengdur er á námskeiðið. Námskeið sem enginn markhópur er tengdur á birtast á starfsmannavef hjá öllum starfsmönnum. 

Stofna markhóp

Listi yfir markhópa er aðgengilegur í hliðarvalmynd Kjarna undir Kjarni > Fræðsla > Markhópar


Eins og við stofnun á öðrum gögnum í Kjarna er smellt er á hnappinn til þess að stofna nýjan markhóp. 

Markhópar geta samanstaðið af fyrirtækjum, skipulagseiningum, stöðum og/eða starfsmönnum. 

Ný lína er stofnuð og viðeigandi markhópstegund og gildi valið. Hægt er að skrá eins margar línur og þarf. Að lokum er markhópurinn vistaður. 

Tengja markhóp á námskeið

Þegar markhópur hefur verið stofnaður er hægt að tengja hann á námskeið. 

Markhóp er hægt að tengja á námskeið í flipanum Tími og markhópar á viðkomandi námskeiði. 

Hægt er að tengja fleiri en einn markhóp á námskeið ef við á.