Vefþjónusta - Næstu námskeið
Með Kjarna fylgir vefþjónusta sem skilar lista yfir næstu námskeið, https://vidskiptavinur-api.starfsmenn.is/api/learning/onlinecourses. Listann sem þjónustan skilar er t.d. hægt að nota til birtingar á námskeiðum á döfinni á innri vef fyrirtækis. Það er þá hægt að útfæra það þannig að þegar smellt er á námskeið á innri vef þá sé notanda vísað yfir á námskeiðið á starfsmannavef Kjarna þar sem viðkomandi getur skráð sig. Birting á innri vef er í höndum þeirra sem sjá um innri vef viðkomandi fyrirtækis en ráðgjafar Origo geta veitt upplýsingar varðandi vefþjónustuna ásamt því að útvega notanda og lykilorð til þess að nýta hana.