Stofna launaáætlun


Til að stofna launaáætlun er smellt á stofna í áætlunarhringnum. 


Þegar smellt er á stofna kemur upp stofn gluggi þar sem forsendur áætlunar eru settar inn. 

Valið er fyrirtæki, ár áætlunar og einkenni (t.d. 1 fyrir fyrstu útgáfu, 2 fyrir aðra o.sfrv).

Ráðlagt er að sleppa því að haka í retina undir Aðgerðir, þ.e. Sækja fasta launaliði, Eyða föstum launum fyrir og Reikna laun.

Þessar aðgerðir eru gerðar síðar í áætlunarferlinu.


Þegar smellt er á Stofna keyrir kerfið vinnslu sem stofnar 12 útborganir, eina fyrir hvern mánuð á áætlunarári.


Einnig er hægt að stofna áætlunin fyrir valinn fjölda mánaða, td. einn ársfjórðung með því að slá inn númer mánaðana

með kommu á milli í svæðið Mánuðir.

Hægt er að skilgreina á launaliðum hvort þeir eigi að koma fram í áætlun. Það er gert undir flipanum "Greining", hakað er í svæðið "Launaliður á áætlun" á þeim launliðum sem nota á til áætlunar.

Þeir launaliðir sem eru með hakið koma þá sjálfkrafa fram í svæðinu "Launal. í skráningu" þega áætlun er stofnuð.

Ef ekki er hakaði í þetta svæði þarf að telja upp þá launaliði sem á að áætla á í þessari tilteknu áætlun.