Skjalaskápur

Á forsíðunni getur starfsmaður séð yfirlit yfir þau skjöl sem hengd eru á hann í Kjarna á flísinni Skjalaskápur.

Ef farið er í Skoða öll skjöl getur starfsmaður skoðað þau skjöl sem hengd eru á hann og hlaðið þeim niður.

Hlaðar niður skjali

Til að hlaða niður skjali er smellt á punktana lengst til hægri og því næst smellt á Hlaða niður.

Bæta við sig skjali

Það er einnig í boði að starfsmaður geti sjálfur bætt við sig skjali sem vistast þá í spjald starfsmannsins í Kjarna.

Sía á tegund skjals og leit í skjölum

Undir Skjölin mín getur starfsmaður síað á ákveðna tegund skjals. Lengst til hægri er hægt að velja þá tegund skjals sem á að birta í listanum.

Auk þess er hægt að skrá inn heiti skjals sem leita á eftir í leitargluggann

 

Hægt er að aðgangsstýra því hvort starfsmaður hafi réttindi til þess að skoða skjöl, hvaða tegund af skjölum starfsmaður má sjá og hvort hann megi bæta vð sig skjali.

Starfslýsing á stöðu starfsmanns

Starfslýsing sem hengd er á stöðu starfsmanns birtist undir skjalaskápnum á starfsmannavefnum.

Starfslýsing er ólíkt öðrum skjölum ekki hengd á starfsmanninn heldur er hún hengd á stöðuna undir Stofnskrár > Stöður í Kjarna

Starfslýsingin birtist svo í skjalaskáp starfsmanns undir tegundinni Starfslýsing þar er svo síað á tegund skjals Starfslýsing undir Skjölin mín.