Laun 22.1.1

Aðgerðin hækka launatöflu - Reikniliðir hverfa út af töflu í aðgerðinni

APPAIL-8234

Af og til hefur það gerst að reikniliðir hverfi út af launatöflu þegar hún er hækkuð með aðgerðinni hækka launatöflu.

Aðgerðin hefur verið endurskrifuð til að koma í veg fyrir að þetta geti gerst.

Grunnlaunaspjald - uppfærsla í launaskráningu ef ný lína er stofnuð eða henni breytt

APPAIL-8528

Útbúin hefur verið aðgerðin “Uppfæra samning, launaflokk og þrep í skráningu” svo hægt sé að lagfæra launafærslur sem búið er að skrá á starfsmann í opna útborgun áður en grunnlaunaspjaldi er breytt.

Sjá nánari lýsingu á aðgerðinni hér: https://kjarni.atlassian.net/wiki/spaces/KJAR/pages/17400161

Launaframtal - Villuprófun

APPAIL-8097

Bætt hefur verið við vali um villuprófun þegar launaframtal er keyrt upp. Villuprófunin skoðar eftirfarandi:

  • Hvort launaliðir sem eru með reikni 500 fyrir tryggingagjald séu rétt merktir í launamiðareiti.

  • Hvort launaliðir sem ekki eru með reikni 500 fyrir tryggingagjald séu ranglega merktir á launamiðareiti.

Jafnalaunvottun, Viðmið-stöður - lagfæra inndregið svæði

APPAIL-7255

Undir stofnskrár er að finna skýrsluna Jafnlaunavottun - Viðmið - Stöður. Þegar “Starfaflokkur nr” var dregin inn í skýrsluna voru ekki að birtast rétt númer. Þetta hefur vrið lagfært þannig að valið svæði birtir rétta niðurstöðu.

Launaáætlun - merkja launaliði

APPAIL-3988

Nú er hægt að skilgreina á launalið hvort hann eigi að koma fram í áætlun með haki í flipanum greining.

Ef hakið er til staðar þarf ekki lengur að slá inn þegar áætlun er stofnuð þá launaliði sem nota á. Sjá nánar hér https://kjarni.atlassian.net/wiki/spaces/KJAR/pages/21954588

Launaáætlun - Stofna útborganir fyrir valda mánuði

APPAIL-3989

Gerð hefur verið sú breyting á stofnun áætlunar að nú er hægt að velja hversu margir mánuðir eru stofnaðir í áætlun með því að telja upp númer mánaðar með kommu á milli.

Með þessum hætti er td. hægt að stofna áætlun fyrir 1. ársfjórðung með því að slá inn mánuðina 1,2,3.

Bætt villuskilaboð í innlestri

APPAIL-4851

Villutékk hefur verið bætt þegar færslur eru lesnar með bunkainnlestri og lagfæra þarf villurnar til að geta lesið færslur inn.

Þau atriði sem nú eru skoðuð og skila villu ef ekki í lagi eru:

  • Númer kostnaðarstöðvar

  • Númer skipulagseiningar

  • Númer innheimtuaðila

  • Verknúmer

  • Staða

Einnig var sú breyting gerð að þegar smellt er á “Lesa bunka” kemur valin útborgun í Kjarna sjálfkrafa upp undir útborganir í valskjánum.

Gjaldheimtugjöld innlestur - bætt villuboð

APPAIL-5986

Villuboð í innlestri gjaldheimtugjalda hafa verið bætt og birtast nú í aðgerðarsögunni. Ef hættir starfmenn eru í skránni þá koma þeir fram í bunkanum en línan þeirra flyst ekki í gjaldaspjald.

Gjaldheimtugjöld - Eyða bunkafærslum í gjöldum eyðir öllum gjaldaspjöldum

APPAIL-8781

Aðgrðin “Eyða bunkafærslum í gjaldheimtugjöldum” var að eyða öllum gjaldaspjöldum í kerfinu. Þetta hefur verið lagfært og núna eyðir aðgerðin aðeins þeim bunka sem valið er að eyða.

Listi sem sýnir starfsmenn með orlof í banka en vantar orlofsreikning

APPAIL-5988

Útbúin hefur verið vöntunarlisti orlofsreikninga vegna launþega sem eru með orlof í banka í útborgun en engan skilgreindan orlofsreikning. Vöntunarlistinn birtir nöfn og kennitölur þeirra sem eru með orlof en engan reikning. Einnig er tómt svæði fyrir banka nr., höfuðbók og orlofsreikning svo hægt sé að taka listann út í excel og senda í viðskiptabanka til að fá orlofsreikninga stofnaða.

Hægt er að komast í vöntunarlistann með því að hægrismella á orlofsskilagrein undir “Skoða” eða “skila”

Vöntunarlistinn er einnig aðgengilegur í hliðarvalmynd launa undir heitinu “Orlofsreikningar - Vöntunarlisti”

Kjaraspjald - Bæta inn svæðum í “Velja dálka”

APPAIL-8619

Fjórum nýjum svæðum hefur verið bætt í svæðið “Velja dálka” í spjaldinu Kjör undir Mannauður. Svæðin eru:

  • Fyrirtæki

  • Fyrirtæki nr.

  • Samningur

  • Samningur vísir

Launakönnun sveitarfélaga - bæta inn lífaldri

APPAIL-8004

Nú er hægt að draga svæðið “Aldur” inn í skýrsluna launakönnun sveitarfélaga.

Aðgangsstýring á NavPay bókun

APPAIL-8631

Útbún hefur verið aðgansstýrng niður á fyrirtæki fyrir þá sem eru að nota beinbókun í NAV eða BC. Þetta mun helst nýtast þeim viðskiptavinum sem eru að bóka laun fyrir ótengd fyrirtæki.

Uppfæra þarf NavPay hlutverkið til að nýta aðgangsstýringuna. Sendið póst á service@origo.is fyrir aðstoð við það.