Ráðningar 4.0

Hnappar á upphafsvalmynd ráðninga

APPAIL-4856

Eftirtöldum hnöppum hefur verið bætt við auglýsingahluta upphafsvalmyndar ráðninga svo hægt sé m.a. að stofna auglýsingu, komast í auglýsingasvör og flytja lista yfir í Excel beint úr upphafsvalmyndinni. 

Auglýsingasvör - nýjasta umsóknin efst

APPAIL-4859

Röðun í listanum Auglýsingasvör hefur verið breytt þannig að þegar hann keyrist upp birtist nú nýjasta umsóknin efst og sú elsta neðst. 

Auglýsingasvör - tengsl aðstandanda

APPAIL-4878

Tengsl aðstandanda fyrir umsækjanda er nú hægt að birta í listanum Auglýsingasvör

Röðun í listanum Auglýsingasvör

APPAIL-4859

Listinn Auglýsingasvör keyrist nú upp þannig að nýjasta umsóknin kemur efst í listann. Svæðið Umsókn stofnuð þann birist nú þegar listinn er keyrður upp svo fljótlegt er að smella á fyrirsögnina til að breyta röðinni út frá dagsetningunni en áður þurfi að velja svæðið fyrst inn í listann. 

Auglýsingar - tab milli svæða

APPAIL-4842

Í framhaldi þess að viðbótarsvæðum var nýlega bætt við auglýsingamyndina hefur nú verið uppfært hvernig ferðast er um skjámyndina með tab hnappinum svo þægilegt sé að skrá upplýsingar inn í skjámyndina með sem fæstum músasmellum. 

Val margra umsókna við útsendingu bréf

APPAIL-4823

Í listanum Umsóknir hefur alltaf verið hægt að velja margar umsóknir með músinni og senda bréf á allan hópinn. Ef hópur umsókna var aftur á móti valinn með Ctrl + Shift + End eða Ctrl + A þá kom bara ein umsókn inn í bréfið. Þetta hefur nú verið lagað þannig að bréf sendast fyrir allan hópinn sem valinn er á þennan hátt. 

Númer auglýsingar fremst á nýrri upphafsvalmynd ráðninga

APPAIL-4991

Dálki með númeri auglýsingar hefur verið bætt fremst í nýja upphafsvalmynd ráðninga.