Laun 24.4.1
Villa í flýtiskráningu
Ef kennitala eða launamannanúmer sem ekki eru til í útborgun voru í innlestarskjali fyrir flýtiskráningu þá kom upp villumelding um að kennitala eða launamannanúmer finnist ekki en upphæðin sem fylgdi færslunni fór á næsta starfsmann í skjalinu í formi auka línu. Þetta hefur verið lagfært og skilar kerfið villuboðum og hendir færslunni.
Samræma uppflettingu út frá stéttarfélagi í dálkalista og fyrirtækjalista
Virkni á uppflettinu í dálkalista var samræmd við virkni í fyrirtækjalista þegar verið er að skoða stéttarfélög. Dálkalistinn fann ekki spjöldin ef þau voru yngri en bókunardagsetning. Núna leitar hann líka í endadagstetningu spjaldsins líkt og fyrirtækjalistinn.