Ráðningar 3.8.3

Stilling fyrir stöðu auglýsingar þegar ný auglýsing er stofnuð

APPAIL-3234

Bætt hefur verið við stillingu fyrir þá stöðu sem auglýsingar fá sjálfkrafa þegar þær eru stofnaðar. Þessa stillingu er hægt að setja inn í XAP > Gildi og heitir stillingin RCAdvertStatus.NewAdvert. 

Bætt villuboð ef netfang vantar á viðtakanda viðhengja

APPAIL-3231

Búið er að gera skýrari villuboðin sem koma upp ef reynt er að senda viðhengi umsækjanda í tölvupósti á ráðningaraðila en netfang er ekki skráð á ráðningaraðilann. 

Hægt að birta auglýsingu á ytri og/eða innri vef

APPAIL-3288

Þegar auglýsing er stofnuð í kerfinu er hægt að haka við hvort að hún eigi að birtast á ytri og/eða innri vef.  Í listanum yfir auglýsingar sem Kjarni skilar frá sér (xml-inu) er hægt að sía út á þessa valkosti. 

Umsóknavefur á nýju tungumáli: Enska

APPAIL-3122

Nú er hægt að birta umsóknarvefinn á bæði íslensku og ensku. Efst í hægra horninu á vefnum er tannhjól þar sem hægt er að breyta um tungumál. ATH: þetta á aðeins við um helstu stillingar og aðgerðir, spurning og listar eru á því tungumáli sem notað er við gerð þeirra í Kjarna.