Gátlistar

Eins og í ráðningalausn og frammistöðumati þá eru spurningar og spurningasniðmát grunnurinn að gátlistunum. Gátlistaform er hægt að stofna frá grunni með því að stofna spurningahópa og velja inn í það spurningar eða byggja það á fyrirfram skilgreindum spurningasniðmátum. Sjá nánar: Spurningar og spurningasniðmát

Í Gátlista í hliðarvalmynd er gátlisti tengdur á starfsmann. Það er gert með því að stofna nýja færslu og velja þar inn viðkomandi gátlista og starfsmann. Það fyllist sjálfkrafa út í svæðin Stofnun gátlista, með dagsetningu dagsins sem listinn er stofnaður, og Lokaskil gátlista, með dagsetningu sem er X dögum eftir upphafsdaginn eftir því hvaða dagafjöldi er skráður í stillinguna CLCheckListEnddaDefault í Stillingar > Gildi. Það fyllist líka sjálfkrafa út í svæðið Yfirmaður með upplýsingum um næsta yfirmann starfsmanns, þ.e. þann aðila sem er skráður er á þá stöðu sem tengd er sem yfirstaða á skipulagseiningu starfsmannsins. Ef annar aðili á að bera ábyrgð á útfyllingu gátlistans þá er hægt að yfirskrifa það á þessari skjámynd. Það hlaðast einnig sjálfkrafa upp fyrir neðan grunnupplýsingar starfsmanns þær spurningar sem tilheyra gátlistanum m.v. þær spurningar sem gátlistinn samanstendur af.

Ef eitthvað af viðeigandi upplýsingum liggur fyrir þegar gátlistinn er stofnaður þá er hægt að fylla strax út svör við þeim spurningum og gátlistinn er svo vistaður.

Það er hægt að viðhalda gátlistanum hvenær sem er og fylla út í þau atriði sem þá er búið að ljúka.

Gátlistann er hægt að prenta út auk þess sem hægt er að senda tölvupóst á valda aðila en þá þarf að tengja áminningar við lokaskil gátlistans. Nánar um áminningar hér