Ráðningar 18.9.1
Nafn umsækjanda í staðfestingu í lok umsóknarferils
Nú er hægt að birta nafn umsækjanda í staðfestingu sem kemur í lok umsóknarferilsins með því að hafa mail merge svæði fyrir nafn umsækjanda í staðfestingarbréfinu tengt auglýsingunni. Þetta á bæði við um staðfestinguna sem birtist á skjánum í lok ferlisins og um staðfestingarbréfið sem sendist í tölvupósti til umsækjanda.
Bréf sendist ekki frá því netfangi sem skráð er í "Sendist frá"
Bréf voru ekki að sendast frá því netfangi sem skráð var í Sendist frá á bréfinu sjálfu þegar sendandi sem skráður var í Xap > Gildi var yfirskrifaður. Þetta hefur verið lagað.
Staða umsóknar bætt í valskjá fyrir listann Auglýsingasvör
Svæðinu Staða umsóknar hefur verið bætt við valskjáinn fyrir listann Auglýsingasvör. Er því núna hægt að takmarka leit við ákveðna stöðu umsóknar fyrir auglýsingu.
Vinnsluhjóli bætt þegar verið er að senda bréf á umsækjendur
Þegar verið er að senda bréf á marga umsækjendur getur það tekið smá tíma en var ekkert sem gaf til kynna um að kerfið væri að vinna. Bætt hefur verið við vinnsluhjóli sem sýnir að kerfið er að vinna við það að senda bréfið á umsækjendur.
Netfang þegar til á öðrum umsækjanda
Ef umsækjandi reynir að skrá netfang sem er til á öðrum umsækjanda komu skilaboð sem voru ekki nægilega lýsandi. Þetta hefur verið lagað og koma núna skilaboð "Netfang er þegar til á öðrum umsækjanda".
Fá sent nýtt lykilorð - texta breytt
Textinn sem kemur þegar umsækjandi óskar eftir nýju lykilorði hefur verið breytt svo hann er núna skýrari. Það sama hefur verið gert með textann á síðunni þar sem notandinn endursetur lykilorðið.
Spurning stofnuð í gegnum spurningasniðmát - var ekki að tengjast réttum kerfishluta
Þegar spurning var stofnuð í gegnum spurningasniðmátið var spurningin ekki að tengjast réttum kerfishluta og birtist þ.a.l. ekki í listanum yfir spurningar þegar listinn var frískaður. Þetta hefur verið lagað.
Hlekkur í spurningu á umsóknarvef
Nú er hægt að birta hlekk í spurningu á umsóknarvef, t.d. ef vísað er í skilmála tengt persónuverndarlögum. Hlekkurinn er skráður í spurningartextann, t.d. www.origo.is, og verður hann þá virkur í spurningunni á umsókninni á vefnum.
Athugasemdasvæði á umsókn
Athugasemdasvæði hefur verið bætt við neðst á stofnspjald umsóknar þar sem hægt er að skrá inn upplýsingar sem tengjast umsókninni/umsækjandanum. Svæðinu hefur líka verið bætt við listana Umsóknir og Auglýsingasvör. Hægt er að viðhalda svæðinu í Select lista fyrir listann Umsóknir.
Leyfðar viðhengjategundir
Hægt að setja inn stillingu í Kjarna til þess skilgreina hvaða viðhengjategundir umsækjendur mega senda inn og þannig útiloka að sendar séu inn ákveðnar viðhengjategundir, t.d. Excel skjöl. Í stillingunni eru þá taldar upp allar þær viðhengjategundir sem umsækjendur mega senda inn.