Almennt 18.10.1.1

Vinnustund - aðgerð til að senda yfir öll vinnutímaspjöld 

APPAIL-5531

Bætt hefur verið við Vinnustundartenginguna aðgerð sem sendir yfir í Vinnustund öll vinnutímaspjöld, allra starfsmanna í Kjarna. Þessi aðgerð er notuð við upphafi þegar tengingu er komið á milli Kjarna og Vinnustundar. 

Starfsmannavefþjónustur - færslur úr Tenging innan fyrirtækis

APPAIL-5530

Starfsmannavefþjónusturnar (EmployeesAllXxx) skiluðu alltaf nýjustu færslu starfsmanns úr spjaldinu Tenging innan fyrirtækis. Ef starfsmaður átti framtíðarfærslu þá var þeirri færslu skilað þrátt fyrir að önnur fyrri færsla væri í gildi m.v. daginn sem kallað var í vefþjónustuna. Þessu hefur nú verið breytt þannig að starfsmannavefþjónusturnar skila alltaf núverandi færslu og bara framtíðarfærslu ef starfsmaður hefur enn ekki hafið störf og á því enga núverandi færslu, bara framtíðarfærslu.