Almennt 18.11.2
Birting skráa undir Möppur
Í útgáfu 18.11.1 kom það upp að allir notendur fóru að sjá allt skráartréð undir Möppur þó svo að þeir ættu einungis að hafa aðgang að hluta af þessum skrám. Athugið að þetta var þó eingöngu birting á nafni skrárinnar því ef notandi reyndi að keyra upp skrá sem birtist í trénu en hann átti ekki að hafa aðgang að þá kom réttilega upp aðgangsvilla og ekki tókst að keyra upp skrána. Þetta hefur nú verið lagað þannig að notendur sjá í skráartrénu eingöngu þær skrár sem þeir hafa aðgang að.
Afritun stofngagna
Upp kom vandamál við afritun stofngagna í Kjarna. Þetta hefur nú verið lagað.
Vistun lista
Upp kom vandamál við vistun nýrra lista í Kjarna. Þetta hefur nú verið lagað.