Laun 19.2.1

Orlofsprósenta í lista

APPAIL-5802

Í listanum yfir orlofsspjöld undir Mannauður var orlofsprósenta ekki alltaf að birtast, þetta hefur nú verið lagað.

Grunnlaunaspjald - ástæða breytinga

APPAIL-5806

Nú er hægt að velja úr lista yfir ástæður breytinga þegar ný færsla í grunnlaunaspjaldi er stofnuð.

Fjölgun aukastafa í hlutfalli í lífeyrissjóðsspjaldi

APPAIL-5743

Í lífeyrissjóðsspjaldi hefur aukastöfum verið fjölgað í fjóra  í svæðunum "Hlutfall launþegi" og "Hlutfall fyrirtæki"

Jafnlaunavottun - Persónubundnir þættir

APPAIL-5819

Útbúið hefur verið nýtt spjald til þess að halda utan um persónubundna þætti starfsmanna vegna jafnlaunavottunar. Þar sem ekki allir viðskiptavinir nota persónubundna þætti í tengslum við jafnlaunavottun þá þarf að setja inn stililngar til þess að birta þetta spjald á kerfi viðskiptavinar auk listans fyrir spjaldið og viðbótardálka í jafnlaunavottunarskýrslunni. Sjá nánar hér. Senda skal póst á service@origo.is ef óskað er eftir að kveikt sé á þessari virkni. 

Orlofsuppgjör fer ekki á réttan bókunarmánuð

APPAIL-5864

Orlofsuppgjör var ekki að fara á réttan bókunarmánuð ef starfsmaður var fyrirframgreiddur. Þetta hefur nú verði lagað.

Vallistar/Hraðlista - Greidd stöðugildi

APPAIL-5834

Greidd stöðugildi á launalið 9700 koma nú inn sem sér dálkur í Vallistum/Hraðlistum.  Sjá nánar um Vallista í handbók Launalistar / Hraðlistar

Bankaskrá fyrir innheimtur

APPAIL-5764

Bankaskrá fyrir greiðslur til lífeyrissjóða, stéttarfélaga og innheimtna sem hægt er að lesa inn í banka.  Setja þarf stillingu í Gildi til þess að bankaskrá fyrir innheimtur verði aðgengileg í Skila, sjá nánari upplýsingar í handbók 8. Bankaskrá til innheimtuaðila