Flytja gögn úr Teriu í Kjarna
Þegar flutt eru gögn úr Teriu yfir í Kjarna er farið í “Launaskráning”
Smellt er á hnappinn Flytja undir “Flytja gögn í Kjarna”.
Ef að flutningurinn heppnast kemur eftirfarandi melding neðst á skjáinn.
Undir flipanum Bunkar má sjá bunka sem hafa verið sendir yfir í Kjarna.
Í Kjarna má finna bunkana undir Innlestur í Launahringnum.
Til að skoða bunkann áður en hann er sendur í skráningu er smellt á “Laun”
Þá opnast allir bunkar sem eru í kerfinu. Bunkanúmerið í Kjarna á að stemma við bunkanúmerið sem sjá má undir Bunkanúmer undir flipanum Bunkar í Launaskráning í Teriu. Til að skoða bunkann er smellt á sólina í valstikuna og valið “Skoða bunka”
Þar má sjá allar færslur í bunkanum og þaðan er hægt að senda færslurnar yfir í launaskráningu.
Velja þarf útborgun sem færslurnar eiga að færast í. Ef verið er að flytja færslur yfir fyrir fleiri en eitt fyrirtæki er hægt að velja tvær útborganir með því að setja kommu á milli. Kerfið sendir þá færslurnar í réttar útborganir.
Þegar búið er að flytja gögnin í launaskráningu þarf að fara aftur inn í Teriu, undir Launaskráning og velja þar Bunkar. Þar þarf að smella á “Uppfæra stöðu bunka”
Þá uppfærist bunkinn og merkist í Teriu að búið sé að skrá færslurnar í honum í útborgun.
Allar færslur sem fluttar hafa verið yfir í Kjarna merkjast á sama tíma í Teriu þannig að þær verða ekki sendar aftur yfir með næstu keyrslu.
ATH: Ef fleirri en eitt fyrirtæki er í Kjarna þarf að fara aðeins öðruvísi leið við innlesturinn.
Sjá hér neðst í síðunni: Bunkainnlestur