Laun 19.6.1

Verðhólf - svæði úr Tengingum innan fyrirtækis bætt við lista

APPAIL-5897

Í fyrirtækjalista og dálkalista er nú hægt að bæta við svæðunum Verðhólf, Kostnaðarverð og Söluverð. Þessi svæði birtast miðað við þá færslu sem er í gildi í TIF á bókunardegi launafærslna.

Launaseðill - draga saman launaliði með mismunandi taxta

APPAIL-6221

Nýrri stillingu var bætt við í Uppsetningu launaseðils þar sem hægt er að draga saman launaliði með mismunandi taxta. Þetta getur hentar fyrir ýmsa frádrætti en ekki er æskilegt að nýta þessa stillingu fyrir launaliði sem eru af tegundinni Laun.

Fyrirsagnir launaseðla á ensku

APPAIL-6334

Nú er hægt að prenta út og vista launaseðla starfsmanna á ensku. Í starfsmannaspjaldi undir flipanum Launakerfi er hægt að velja tungumál launaseðils. Launaliðir eru ekki þýddir en hægt er að hafa nafn launaliða bæði á íslensku og ensku í sama textasvæðinu. Ath þetta á bara við um útprentun og vistaða launaseðla, þetta á ekki við um launaseðla í netbanka.

Yfirskrifa reglur fyrir staðgreiðslu, tryggingagjald og fjársýsluskatt fyrir ákveðna starfsmenn

APPAIL-6328

Nú er hægt að stofna skattaregur sem ekki eru tengdar ákveðnu fyrirtæki en er hægt að tengja á ákveðna starfsmenn í spjaldi starfsmaður. Sjá nánar í handbók https://kjarni.atlassian.net/wiki/spaces/KJAR/pages/17400141

Reikniliður úr einu starfi starfsmanns hefur áhrif í öðru starfi starfsmanns

APPAIL-6378

Það var að koma fyrir að reikniliður sem skráður var inn á launamannanúmer starfsmanns reiknaðist einnig á öðru launamannanúmeri starfsmannsins.

Þetta hefur nú verið lagfært.

Birting uppgjörstímabils í haus á launaseðli.

APPAIL-6397

Nú er hægt að birta dagsetningu uppgjörstímabils launa á launaseðli.

Hafið samband við ráðgjafa Origo með því að senda beiðni á service@origo.is til að fá aðstoð við að virkja birtinguna.

Svæði bætt í skýrsluna jafnlaunavottun.

APPAIL-6217

Því hefur verið bætt í aðgerðina “Velja dálka” í skýrslunni Jafnlaunavotun að hægt sé að draga inn persónuálög sem skráð eru í grunnlaunaspöld starfsmanna.

Listinn Jafnlaunavottun - Viðmið - Stöður að skila villu

APPAIL-6374

Listinn Jafnlaunavottun - Viðmið - Stöður var að skila villu og ekki hægt að opna listann. Þetta hefur verið lagað.

Orlofsávinnsla í Vinnustund.

APPAIL-6129

Fram að þessu hefur ekki verið hægt að skilagreina í Kjarna hvort að starfsmaður eigi að ávinna sér orlof. Þar af leiðandi hafa allir starfsmenn sem flust hafa yfir í Vinnustund fengið orlofsávinnslu þar.

Úr þessu hefur verið bætt og núna er hægt að setja inn skipun í Stillingar - Gildi sem bætir í orlfosspajaldið þeim möguleika að setja hak sem segir til um það hvort starfsmaður eigi að ávinna sér orlofstíma eða ekki.

Það er stillingaratriði hvort að svæðið komi sjálfgefið með hak eða ekki.

Hafið samband við ráðgjafa Origo með því að senda beiðni á service@origo.is til að fá aðstoð við að virkja svæðið.

Ármótastaða safnfærslna flutt á milli ára

APPAIL-3183

Ný aðgerð undir undir „Laun/Aðgerðir/Áramótavinnsla „ þar sem hægt er að flytja safnfærslur milli ára. Sjá nánar í handbók https://kjarni.atlassian.net/wiki/spaces/KJAR/pages/920354836