Skattprósentur og skattþrep

Stofnun og viðhald á upplýsingum um skattprósentur, skattþrep, persónuafslátt, tryggingagjald, fjársýsluskatt, frítekjumark barna og frádrátt af orlofi í banka er í listanum Skattprósentur.  Stofna þarf eina færslu fyrir fyrirtæki nr.1 en ef skilgreining er eins fyrir önnur fyrirtæki þarf ekki að stofna sér færslu fyrir hvert fyrirtæki.  Ef ekki er til skattaskilgreining fyrir fyrirtæki þá er stilling fyrirtækis 1 notuð.  Hægt er setja inn stillingu í Stillingar > Gildi ef aðalstilling er fyrir annað fyrirtæki en númer 1 "Poet.PayTaxSteps.OrgCompanyID" númer fyrirtækis er þá sett í Gildi.

Ef einstaka starfsmenn eru með aðra skattareglu er hægt að stofna þær hér og tengja á viðkomandi starfsmann í spjaldinu Starfsmaður undir flipanum Launakerfi.  Æskilegt er að láta númer þessara sér reglna byrja í 1000 svo ekki sé frátekið t.d nr. 3 ef fyrirtæki nr. 3 væri stofnað síðar.  Skattaregla nr 1000 og hærra fá nafnið Starfsmannaregla, ekki er hægt að breyta þessu nafni. Hægt að sjá nánar í Undanþága frá greiðslu tekjuskatts og útsvars af launatekjum.


Hliðarval > Kjarni > Laun > Skattprósentur.

Byrjað er á að velja eina línu úr töflunni og afrita hana, breyta dagsetningum og vista.

Að því loknu er tvísmellt á nýju línuna og fyllt út í svæðin, sjá myndir hér að neðan.

Athugið vel að þegar þrepin eru skráð inn, þá þarf að skrá vísinn sérstaklega í hvert þrep fyrir sig!

Einnig þarf að passa að skattþrepin séu skráð inn í réttri númera röð.


Staðgreiðsla


Flipinn Staðgreiðsla er tvískiptur, Staðgreiðsla annars vegar og afsláttur hins vegar

Staðgreiðslu megin er hlekkur inn á þrepin, en þar fyrir neðan er skráð skattprósenta barna yngri en 16 ára,  ásamt sjómannaafsláttur sem nú er orðinn úrelt fyrirbæri og

frítekjumark barna.

 Afsláttarmegin er sleginn inn persónuafsláttur á mánuði.
Í boði er að slá einnig inn afslátt ef um aðra greiðslutíðni er að ræða. Sjá leiðbeiningar varðandi hálfsmánaðarlaun hér: Stofna útborgun.

Tryggingar / Innheimta

Slá þarf inn prósentu tryggingagjalds og tegund stofns. Hæsta númerið er yfirleitt 2047 og er það notað til öryggis þannig að öll laun lendi örugglega innan stofns til tryggingagjalds.

Þar sem fjársýsluskattur er skylda, þarf einnig að slá inn þá prósentu.

Hámark til innheimtu á við 75% reglu vegna opinberra gjalda. 

Lífeyrissjóður

 Hér er slegið inn það hámark sem nota má til lækkunar á staðgreiðslustofni.

Einnig þarf að skrá inn prósentu sem skila á til starfsendurhæfingarsjóðs ásamt 2047 sem er  hæsta númer reiknitegundar, sambærilegt við stofn til tryggingagjalds.

Orlof í banka

Algengast er að launamenn fái heildar upphæð orlofs á laun greidda inn á orlofsreikning sinn. Staðgreiðsla af orlofi ásamt iðgjöldum til lífeyrissjóðs af orlofi er þá dregið beint af launum starfsmanns.

Ef þess er óskað að orlofsinnleggið sjálft sé lækkað um þessa prósentu, þá er hakað við í þá reiti í þessari mynd. Þá verða útborguð laun hærri sem þessu nemur og innlegg á orlofsreikning lækkar að sama skapi. 

Flytja laun milli skattþrepa

Ef flytja þarf laun milli skattþrepa hjá starfsmanni, ef hann t.d, fær greidd laun frá öðrum vinnuveitanda, þarf að setja inn færslu á launalið 9140 og setja inn launafjárhæðina sem viðkomandi fær greidd á öðrum stað.

Ef setja á inn færslu sem miðast við að laun byrji að reiknast t.d.  í öðru þrepi þarf að setja inn viðmiðunarfjárhæð 1. þreps.  kr. 370.483,- á árinu 2022.

Setja má fjárhæðina í fasta launaliði starfsmanns sjá dæmi hér til hliðar, ef fastir liðir eru notaðir í fyrirtækinu.