Orlofsyfirlit

Orlofsyfirlit opnast á valskjá, sem kemur sjálfkrafa upp með yfirstandandi orlofsár og möguleika á að velja ákveðinn launamann.

Orlofsyfirlitið er skýrsla sem skrifuð var sérstaklega fyrir einn viðskiptavin okkar og sýnir hann starfsmenn skipt upp eftir sviðum.

Nánari útskýring á uppsetingu skýrslunnar:

  • Fyrsti dálkurinn sýnir orlofsrétt starfsmanns í upphafi orlofsárs út frá ávinnslu síðasta árs.
  • Næsti dálkur sýnir hversu marga tíma starfsmaður átti ótekna frá eldra orlofsári eða oftekna tíma.
  • Þriðji dálkurinn sýnir síðan samtölu þessara tveggja dálka.
  • Næstu dálkar sýna úttekið orlof eftir mánuðum. ATH! orlofslistinn sýnir ekki mínus á úttekna orlofstíma, þar sem launaliðurinn úttekið orlof er í eðli sínu mínusfærsla.
  • Á milli september og október er dálkurinn Eftirstöðvar, en það er tilkomið vegna þess að starfsmenn þessa fyrirtækis eiga rétt á að fá uppbætur á það orlof sem tekið er út á tímabilinu október til apríl ár hvert.
  • Síðustu þrír dálkarnir sýna síðan eftirstöðvar í lok orlofsárs, Viðbót er það sem bæst hefur við vegna orlofsúttektar á vetrartíma og síðasti dálkurinn er samtala þessara tveggja dálka, Eftirstöðvar og Viðbót.


Ath. dálkarnir Orlofsréttur og Ótekið eldra koma frá launaliðum 9288 og 9287 í áramótastöðu. Til þess að staða birtist í dálkunum þarf að vera söfnun á báðum þessum launaliðum. Sendið erindi á service@origo.is til að óska eftir aðstoð ef söfnun vantar á launaliðina.