Orlofsyfirlit
Orlofsyfirlitið opnast á valglugga sem sjálfkrafa sýnir yfirstandandi orlofsár. Þar er hægt að velja tiltekinn launamann og launafulltrúa.
Þessi skýrsla sýnir starfsmenn flokkaða eftir sviðum.
Uppsetning skýrslunnar er eftirfarandi:
Upphafsorlofsréttur: Sýnir rétt starfsmanns í upphafi orlofsárs, byggðan á ávinnslu fyrra árs.
Eldra orlof: Sýnir fjölda ótekinna eða oftekinna orlofstíma frá fyrra orlofsári.
Samtals: Heildarsamtala fyrstu tveggja dálkanna.
Mánaðarleg orlofsúttekt: Sýnir úttekið orlof fyrir hvern mánuð. Athugið að tölurnar birtast án mínusmerkis þar sem orlofsúttekt er í eðli sínu mínusfærsla.
Eftirstöðvar (milli september og október): Þessi dálkur er mikilvægur ef starfsmenn fyrirtækisins eiga rétt á uppbótum fyrir orlof sem tekið er út á tímabilinu október til apríl.
Lokastaða:
Eftirstöðvar í lok orlofsárs
Viðbót vegna vetrarorlofs
Heildarstaða (samtala eftirstöðva og viðbótar)
Ath. dálkarnir Orlofsréttur og Ótekið eldra koma frá launaliðum 9288 og 9287 í áramótastöðu. Til þess að staða birtist í dálkunum þarf að vera söfnun á báðum þessum launaliðum. Sendið erindi á service@origo.is til að óska eftir aðstoð ef söfnun vantar á launaliðina.