Orlofsreikningar - Vöntunarlisti

Vöntunarlisti orlofsreikninga birtir lista yfir launamenn sem fá greitt orlof í banka í útborgun en eru ekki með skráðan orlofsreikning í bankaspjaldi.

 

Valskjárinn opnast með valinni útborgun í Kjarna .

Hægt er að breyta númeri útborgunar ef opna á listann fyrir aðra útborgun en þá sem valin er.

 

Listinn birtir yfirlit yfir þá launþega sem eru með orlof í banka í útborgun en eru ekki með skráðan orlofsreikning í bankaspjaldi.

Svæðin Banki nr, Höfuðbók og Bankareikningur birtast tóm og eru hugsuð til útfyllingar ef listinn er tekinn út í excel og sendur til viðskiptabanka til að fá orlofsreikninga stofnaða.

Einnig koma í listann upplýsingar um launareikning launþega þar sem þær upplýsingar þurfa að fylga með til viðskiptabanka fyrir stofnun orlofsreiknings.

Hægt er að draga bæði nafn og númer launafulltrúa inn í listann með því að smella á “Velja dálka”.