Orlofsstaða
Listinn Orlofsstaða sem er í Hliðarvali > Kjarni > Laun, opnast á valskjá sem kemur upp með yfirstandandi orlofsár og möguleika á að velja fyrirtæki, ákveðinn starfsmann og launafulltrúa.
Uppsetning skýrslunnar er eftirfarandi:
Orlof 1.maí
Sýnir orlofsstöðu starfsmanns við upphaf orlofsárs
Byggist á ávinnslu fyrra árs
Tengist launalið 9289
Úttekið
Sýnir úttekið orlof frá 1. maí
Skráð á launalið 9299
Samtals
Samtala fyrstu tveggja dálkanna
Sýnir heildarorlof sem starfsmaður getur tekið út
Áunnið orlof
Sýnir orlof áunnið frá 1. maí
Tengist launalið 9280
Uppgert orlof
Sýnir fjölda orlofstíma sem þegar hafa verið gerðir upp
Heildarorlof
Samanlagt orlof til úttektar
Að viðbættu áunnu orlofi frá 1. maí
Að frádregnum uppgerðum tímum
Athugið:
Ef skýrslan er skoðuð eftir kostnaðarstöð, þá birtist kostnaðarstöð aðallaunamannanúmers þar sem orlofsstaðan er tengd áramótastöðu starfsmanns
Skýrslan er einnig aðgengileg í gegnum aðgerðarhjólið í launaskráningu starfsmanna, sjá hér: Orlofstímar - Listinn orlfofsstaða í launaskráningu