Orlofsflokkar
|
|
---|---|
| Laun>Orlofsflokkar Í listanum Orlofsflokkar eru orlofsflokkar stofnaðir og eldri flokkum viðhaldið. Orlofsflokkar eru oft mismunandi á milli fyrirtækja. Þá eru stofnaðar fleiri línur, ein fyrir hvert fyrirtæki. Þegar tvísmellt er á orlofsflokkinn er hægt að stofna nýjan eða breyta núverandi flokki. |
| Smelltu hér til að stofna, breyta eða eyða orlofsflokk |
| Orlofsflokkur er skráður í orlofsspjald starfsmanns. Þegar starfsmaður fær greidd laun er prósentan sótt hingað til útreiknings á orlofsfé og dagarnir notaðir til að reikna orlofstíma, en þá eru dagarnir margfaldaðir með tímum á dag sem skráðir eru í spjaldið Vinnutími.
Dæmi: Orlofsflokkur númer 1 er skráður með 10,17% og 2 daga. Starfsmaður er skráður með 8 klukkustundir á dag í spjaldið Vinnutími Starfsmaður fær greidd 1 mánaðarlaun (100% laun), reiknivél sækir 2 daga í orlofsflokka og margfaldar þá með 8 klukkustundum úr spjaldinu Vinnutími. Útkoman er sú að starfsmaður safnar sér 16 klukkustundum vegna þessarar launagreiðslu |