Innheimtur

Innheimtur

 

 

 

 

image-20250127-111718.png

 

Laun>Innheimtur

Með kerfinu koma uppsettar innheimtur sem eru notaðar td. fyrir opinber gjöld sem innheimt eru af Skattinum.

Einnig er hægt að nota gjaldheimtur til að innheimta félagsgjöld í starfsmannafélög og annan fastan frádrátt. Gjaldheimtur eru síðar skráðar í spjaldið Gjaldheimtugjöld hjá viðkomandi starfsmanni.


Reiknireglur fyrir gjaldheimtur.

Til eru tvær reiknireglur fyrir hámark innheimtu gjaldheimta. 75% reglan fyrir opinber gjöld ( heildarlaun * 75% ) -  ( meðlag + iðgjald í almennan sjóð + greidd staðgreiðsla )

Hin reglan er 50% reglan fyrir meðlag ( heildarlaun * 50% )

Stofn fyrir heildarlaun eru allir þeir launaliðir sem eru með reiknireglu nr. 600 = Gjaldheimtugjöld.  Þessar reiknireglur eru settar á þá Launaliði sem við á.

 

Í hliðarvalmyndinni í Kjarna er aðgerð sem heitir Breyta/Eyða gjöldum, þar er hægt að breyta eða eyða færslum úr spjaldinu Gjaldheimtur hjá starfsmönnum.