Innheimtur
Listi yfir þær gjaldheimtutegundir sem draga þarf af launum starfsfólks. Dæmi um gjaldheimtur eru opinber gjöld sem innheimt eru af RSK eða innheimtustofnun sveitarfélaga. Einnig er hægt að nota gjaldheimtur til að innheimta félagsgjöld í starfsmannafélög og annan fastan frádrátt. Gjaldheimtur eru síðar skráðar í spjaldið Gjaldheimtugjöld hjá viðkomandi starfsmanni.
Í hliðarvalmyndinni í Kjarna er aðgerð sem heitir Breyta/Eyða gjöldum, þar er hægt að breyta eða eyða færslum úr spjaldinu Gjaldheimtur hjá starfsmönnum.
Reiknireglur fyrir gjaldheimtur.
Til eru tvær reiknireglur fyrir hámark innheimtu gjaldheimta. 75% reglan fyrir opinber gjöld ( heildarlaun * 75% ) - ( meðlag + iðgjald í almennan sjóð + greidd staðgreiðsla ), Hin reglan er 50% reglan fyrir meðlag ( heildarlaun * 50% ). Stofn fyrir heildarlaun eru allir þeir launaliðir sem eru með reiknireglu nr. 600 = Gjaldheimtugjöld. Þessar reiknireglur eru settar á þá Launaliði sem við á.