Starfsmannaregla

 

 

 

 

image-20240930-154935.png

 

Hafi starfsmenn undanþágu frá greiðslu skatta hér á landi vegna tvísköttunarsamnings þarf að búa til sér skattareglu. Þessar reglur fá sjálfkrafa nafnið Starfsmannaregla og æskilegt er að númerin á þeim byrji á 9000.

Hliðarval > Kjarni > Laun > Skattprósentur. Byrjað er á að ýta á græna plúsinn til að stofna nýja reglu.

image-20240930-155212.png

 

Númerið fyrir nýju regluna er sett inn í reitinn Fyrirtæki nr.

Ef þörf er á að stofna fleiri en eina slíka reglu þá er gott að setja inn skýringu á hvað hver þeirra er að reikna.

Gildir frá er alltaf fyrsti dagur ársins og Gildir til er til síðasta dags ársins.

Fyllið út alla viðeigandi reiti allt eftir því hvernig reglan á að vera sem starfsmaðurinn er á.

 

Þegar þetta er komið er ýtt á Stofna og loka.

image-20240930-155910.png

 

Næsta skref er að tengja nýju starfsmannaregluna við starfsmanninn. Það er gert á starfsmannaspjaldinu undir flipanum Launakerfi. Í reitinn 'Skattaregla' þarf að skrá númerið á nýju skattareglu starfsmanns.