Undanþága frá greiðslu tekjuskatts og útsvars af launatekjum. 

Hafi starfsmenn undanþágu frá greiðslu skatta hér á landi vegna tvísköttunarsamnings þarf að búa til sér skattareglu. Þessar reglur fá sjálfkrafa nafnið Starfsmannaregla og æskilegt er að númerin á þeim byrji á 9000.

 

Hliðarval > Kjarni > Laun > Skattprósentur.

Byrjað er á að ýta á græna plúsinn til að stofna nýja reglu.

 

Númerið fyrir nýju regluna er sett inn í reitinn Fyrirtæki nr.

Gildir frá er alltaf fyrsti dagur ársins og Gildir til er til síðasta dags ársins.

 

Staðgreiðsla

 

Staðgreiðsla

 

 

Í flipann Staðgreiðsla þarf ekki að skrá inn upplýsingar ef staðgreiðsla á að vera á núlli.

Tryggingagjald / Innheimta

 

Tryggingagjald / Innheimta

 

 

Slá þarf inn prósentu tryggingagjalds og tegund stofns. Hæsta númerið er yfirleitt 2047 og er það notað til öryggis þannig að öll laun lendi örugglega innan stofns til tryggingagjalds.

Þar sem fjársýsluskattur er skylda, þarf einnig að slá inn þá prósentu.

Hámark til innheimtu á við 75% reglu vegna opinberra gjalda. 

Lífeyrissjóður

 

Lífeyrissjóður

 

 

Í flipann Lífeyrissjóður er slegið inn það hámark sem nota má til lækkunar á staðgreiðslustofni. Hér þarf einning að skrá inn prósentu sem skila á til starfsendurhæfingarsjóðs ásamt 2047 sem er  hæsta númer reiknitegundar, sambærilegt við stofn til tryggingagjalds.

 

Orlof í banka

 

Orlof í banka

 

 

Í flipann Orlof í banka þarf ekki að haka við neitt þar sem þetta er vegna staðgreiðslu á orlofi í banka.

Þegar þetta er komið er ýtt á Stofna og loka. Næsta skref er að tengja nýju starfsmannaregluna við starfsmanninn. Það er gert á starfsmannaspjaldinu undir flipanum Launakerfi.