Stofnspjald auglýsinga

 

image-20240501-103656.png

 

Smellt er á Ný auglýsing.

Í skrefi 1 eru fylltar út grunnupplýsingar um auglýsinguna:

  • Nafn; heiti auglýsingarinnar

  • Lýsing; inniheldur upplýsingar um starfið og hæfniskröfur

  • Tímabil; upphafs- og lokadagur auglýsingar

  • Fjöldi lausra staða; ef ráða á fleiri en einn

  • Hægt að velja hvort auglýsingin eigi að birtast á ytri eða innri vef, eða bæði

  • Tengiliður; nafn og/eða netfang þess aðila sem hefur umsjón með auglýsingunni

  • Aðgangur; hægt að velja inn þá aðila sem eiga að hafa aðgang að auglýsingunni. Þetta getur reynst gagnlegt þegar stjórnandi vill hafa aðgang að öllum umsækjendum um tiltekið starf sem verið er að auglýsa.  

  • Samstarfsaðili; t.d. ráðningarþjónusta (ef við á)

  • Fyrirtæki; ef fleiri en eitt innan samstæðu

  • Flokkun auglýsingar; möguleiki að að hafa mismunandi flokka á auglýsingum (ef við á)

  • Staðfestingarbréf; hægt að velja inn það bréf sem sendist á umsækjanda um leið og hann hefur sent inn umsókn. Hér kemur upp það bréf sem er valið sem sjálfvalið gildi í stillingu í kerfinu er hægt er að yfirskrifa það með því að velja annað bréf úr listanum.

 

 

 

 

Í skrefi 2 eru spurningar valdar inn sem á að spyrja um í viðkomandi auglýsingu. Hægt er að stofna spurningar frá grunni eða byggja þær á spurningasniðmátum. Hægt er að velja eitt eða fleiri sniðmát inn í auglýsingu og spurningahópum og viðbótarspurningum er bætt inn eftir þörfum.

Fyrst um sinn verður haldið utan um spurningar og spurningasniðmát í Kjarna client. Sjá nánar hér.

 

 

 

Í skrefi 3 kemur yfirlit yfir auglýsinguna og svo er smellt á Stofna auglýsingu og þá birtist auglýsingin í yfirliti yfir auglýsingar og einnig birtist hún strax á umsóknarvef þar sem umsækjendur geta sótt um.