Spurningar og spurningasniðmát

Spurningar eru notaðar sem grunnur í sniðmát og auglýsingar. Fjöldi spurninga kemur með kerfinu en notendur geta stofnað sínar eigin spurningar.

Viðhald á spurningum

Ekki má viðhalda þeim spurningum sem koma með kerfinu þar sem þær eru notaðar í öðrum kerfishlutum og mappaðar við svæðin í viðkomandi spjöldum. Stofna þarf nýjar spurningar ef þær spurningar sem fylgja kerfinu eru ekki fullnægjandi.

Spurningar eru aðgengilegar úr hliðarvalmynd. Þegar smellt er á hnappinn spurningar opnast listi yfir allar spurningar sem eru nú þegar til í kerfinu.

Til þess að búa til nýja spurningu er smell á græna plúsinn.

Þegar búið er að setja upp spurninguna er mikilvægt að smella á Stofna og loka.


Búið er að skilgreina flestar spurningar í ákveðna flokka sem sjást þegar listinn er opnaður. Undir flipanum Nafn spjalds: má finna allar aðrar spurningar sem ekki eru flokkaður. Allar nýjar spurningar sem eru stofnaðar af notendum

birtast undir flipanum Nafn spjalds.


Tvísmellt er á spurningu til að breyta henni auk þess sem hægt er að nota viðeigandi hnappa til þess að stofna, afrita eða eyða spurningu. 

Spurning er fyrirsögnin sem birtist fyrir spurninguna á umsóknarvef. Hægt er að hafa hlekk í spurningunni, t.d. hlekk í skilmála tengt persónuverndarlögum. Hlekkurinn verður þá virkur í spurningunni á vefnum, t.d. www.origo.is. 

Lýsing er textinn sem kemur þegar farið er með bendilinn yfir svæðið á umsóknarvef. 
Spurningategund getur verið:

  • Textasvæði: Umsækjandi getur slegið inn texta eða tölustafi í lítið textabox eins og í spurningunni Nafn hér fyrir ofan.
  • Viðhengi: Umsækjandi getur hengt skjal eða skjöl við umsókn.
  • Má velja eitt svar: Umsækjandi hakar í tékk box ef ákveðið atriði á við (dæmi: Hæsta menntun?) eða velur milli tveggja eða fleiri svarmöguleika.
  • Má velja mörg svör: Umsækjanda er gefinn kostur á að svara fleiri en einum svarmöguleika.
  • Stórt textasvæði: Umsækjandi getur slegið inn texta eða tölustarfi í stórt textabox.
  • Dagsetning: Umsækjandi getur valið dagsetningu úr dagatali.


Tengd spurning er notuð þegar svar við spurningu er háð svari við fyrri spurningu, s.s. ef Tegund náms er Háskólanám þá koma bara upp í Námsstofnun þeir skólar sem tengdir eru á þá tegund náms. 
Maski er notaður ef eitthvað ákveðið form á að vera á innslætti, s.s. dagsetning, símanúmer, kennitala. 

Spurningar með svarmöguleikum

Fyrir spurningategundirnar Má velja eitt svar og Má velja mörg svör setur notandi inn þá svarmöguleika sem eiga að vera í boði á vefnum. 


Fyrir báðar spurningategundir, Má velja eitt svar og Má velja mörg svör, geta svarmöguleikarnir verið margir en munurinn á þessum spurningategundum er sá að fyrir Má velja eitt svar má umsækjandi aðeins svara einum svarmöguleikanum fyrir þessa tilteknu spurningu en fyrir Má velja mörg svör þá má umsækjandinn velja fleiri en eitt svar. 

Fyrir spurninguna hér að ofan myndu birtast tékkbox svæði þar sem notandi má velja fleiri en eitt svar.

Ef sama spurning væri með spurningategundina Má velja eitt svar þá myndi umsækjandanum birtast „radio button" þar sem hann yrði að velja aðeins einn af svarmöguleikunum. 

Það hvort spurningategundin sé Má velja eitt svar eða Má velja mörg svör og fjöldi svarmöguleika ræður því hvernig svarmöguleikar spurningar birtast á umsóknarvef.

  • „Radio button" svæði ef tegund spurningar er Má velja eitt svar og svarmöguleikar eru 1-5.
  • Tékkbox svæði ef tegund spurningar er Má velja mörg svör og svarmöguleikar eru 1-5.
  • Fellilisti ef tegund spurningar er Má velja eitt svar og svarmöguleikar eru fleiri en 5.
  • Tvö listabox þar sem valin svör eru færð úr því vinstra í það hægra þegar tegund spurningar er Má velja mörg svör og svarmöguleikar eru fleiri en 5.

Ef svarmöguleiki spurningar á bara að vera tékkbox, með engum texta við svarið, þá er valin spurningategundin Má velja eitt svar en enginn svarmöguleiki er settur inn. Dæmi um þetta er spurning eins og Gefur þú leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá? Þarna væri hægt að hafa svörin Já / Nei en það væri líka hægt að hafa bara eitt tékkbox sem umsækjandinn hakar við til að staðfesta. 

Fyrir þær grunnspurningar sem fylgja með Kjarna og tengjast spjöldum umsækjenda, s.s. spurningar sem tengjast menntun, þá eru notaðir þeir vallistar sem notaðir eru í viðeigandi svæðum í spjöldunum, s.s. listi yfir námsstofnanir og listi yfir gráður. Ef breyta þarf þessum svarmöguleikum þá er stofngögnum fyrir menntun, réttindi, hæfni o.s.frv. breytt undir Kjarni > Stofnskrár en ekki spurningunum sjálfum. Spurningarnar lesa svo uppfærða lista úr spjöldunum.

Spurningasniðmát

Hægt er að vera með ýmis spurningasniðmát í Kjarna og nýta þau sem grunn að auglýsingum. Ákveðin sniðmát fylgja með Kjarna í upphafi en notendur geta breytt þeim sniðmátum sem fylgja með og/eða búið til ný sniðmát. 


Ef gerðar eru breytingar á sniðmáti þá hafa þær breytingar ekki áhrif á eldri auglýsingar sem byggja á þessu tiltekna sniðmáti. 
Spurningasniðmát eru aðgengileg úr hliðarvalmynd:

Tvísmellt er á sniðmát til að breyta því auk þess sem hægt er að nota viðeigandi hnappa til að stofna nýtt sniðmát, breyta og/eða eyða. 
 

Inn í sniðmát er hægt að bæta:

  • Spurningasniðmáti
  • Spurningu
  • Spurningahópi




Það er hægt að velja fleiri en eina spurningu í einu með því að halda ctrl hnappinum inni á meðan þær eru valdar. 


Einnig er hægt að eyða einhverju af ofantöldu úr sniðmáti. 


Hægt er að breyta röð á spurningum með því að draga þær til í spurningatrénu. Einnig er hægt að færa spurningar á milli spurningahópa á sama hátt. 


Hægt er að skilgreina hvort spurningahópur eða spurning sé skilyrt og hvort megi svara oftar en einu sinni. Dæmi um hóp sem mætti svara oftar en einu sinni er t.d. menntun þar sem umsækjendur geta verið með fleiri en eina menntun sem þeir vilja skrá. Persónuupplýsingar eru dæmi um spurningahóp sem umsækjendur svara bara einu sinni. 


Spurningahópurinn menntun getur verið skilyrtur og því til viðbótar geta ákveðnar spurningar innan hópsins verið skilyrtar, s.s. tegund náms, námsstofnun, námsleið og gráða. 

Ath. Ef birta á auglýsingar á ensku þá þarf að setja upp spurningarnar á ensku. Spurningar í umsóknarformi fara ekki sjálfkrafa yfir á ensku þegar smellt er á EN hnappinn á umsóknarvefnum.

Dæmi, ef auglýsing á birtast bæði á íslensku og ensku er hægt að setja enska heitið fyrir aftan:

Og þá birtst þetta svona á umsóknarvefnum:

Nánari upplýsingar um umsóknarvefinn hér.