Stofnspjald auglýsingar
Stofnspjald auglýsingar skiptist í auglýsing, spurningar og aðgangur.
Auglýsing | |
---|---|
Í auglýsingaflipann eru skráðar allar grunnupplýsingar um starfið sem á að auglýsa. Nafn: Heiti auglýsingar Gildistími: Hér er skráður sá tími sem auglýsingin á að birtast á umsóknarvefnum. Auglýsingin birtist á miðnætti á þeim degi sem valinn er í reitinn Umsóknarfrestur frá og með og er út daginn sem valinn er í Umsóknarfrestur til og með. Birta á vef: Hér er valið hvort birta eigi upplýsingar um umsóknarfrest, tengilið eða texta auglýsingar á vef. Er hakið tekið af ef ekki á að birta upplýsingar. Birting auglýsingar: Hér er valið hvort birta eigi auglýsinguna á innri og/eða ytri vef. Þeir aðilar sem sjá um birtingu auglýsinga á heimasíðu/innri vef sjá þá um að birta viðeigandi auglýsingar á réttum stöðum, m.v. external/internal merkingu í XML. Fyrirtæki: Ef um samstæðu er að ræða er hægt að velja hér hvaða fyrirtæki um ræðir. Ef hvert fyrirtæki er með sér umsóknarvef þá ræður valið hér á hvaða vef umsóknin birtist. Staða auglýsingar: Hér er hægt að halda utan um hver staðan á auglýsingunni er. Flokkun auglýsingar: Hér er hægt að flokka auglýsinguna eftir ákveðinni flokkun sem hægt er svo að birta sem flokkun á auglýsingu á heimasíðu viðskiptavinar. Flokkun auglýsingar er RCAdvertGroupingID í XML. Tengiliður: Hér er hægt að skrá tengilið auglýsingar. Samstarfsaðili: Hér er hægt að skrá upplýsingar um samstarfsaðila. Staðfestingarbréf: Þegar umsækjandi sendir inn umsókn birtist staðfestingartexti þess efnis á skjánum hjá viðkomandi og umsækjandi fær einnig sendan tölvupóst með staðfestingarbréfi. Lausar stöður: Hér er hægt að halda utan um hversu margar stöður á að ráða í. Auglýsingatexti: Hér er skráður texti auglýsingarinnar. Hann er hægt að afrita úr t.d. word og forma í textaglugganum. | |
Ráðningalausnina er hægt að nýta fyrir fleiri en eitt fyrirtæki í samstæðu en birta eingöngu auglýsingar hvers fyrirtækis á viðkomandi heimasíðu. Til að geta birt viðeigandi auglýsingar á heimasíðum fyrirtækjanna þá þarf að tengja viðkomandi fyrirtæki á auglýsingu. Það er síðan vefslóð sem skilar lista yfir allar auglýsingar sem tilheyra viðkomandi fyrirtæki. Slóðin er https://vidskiptavinurapi.umsokn.is/api/RCAdvertCompanies/1, þar sem vidskiptavinur er viðeigandi fyrirtæki og 1 stendur fyrir númer fyrirtækis. Vefdeildir fyrirtækja geta notað þennan lista til að birta yfirlit yfir opnar auglýsingar á heimasíðu. |
Spurningar í auglýsingu | |
---|---|
Í flipanum spurningar eru valdar inn þær spurningar sem á að spyrja um í viðkomandi auglýsingu. Auglýsingar er hægt að stofna frá grunni eða byggja þær á spurninga sniðmátum. Hægt er að velja eitt eða fleiri sniðmát inn í auglýsingu og spurningahópum og viðbótarspurningum er bætt inn eftir þörfum. Í spurningaglugganum birtast spurningarnar sem valdar eru inn vinstra megin og þegar smellt er á tiltekna spurningu birtast frekari upplýsingar um hana og stillingar hægra megin.
| |
Í stillingarglugganum hægra megin birtast þær stillingar sem skilgreindar voru þegar spurningin var stofnuð í listanum spurningar.
|