Aðgangur að umsækjendum

Hægt er að gefa notendum aðgang að öllum umsækjendum sem sótt hafa um tiltekna auglýsingu. Það er gert inni i stofnspjaldi auglýsingar undir flipanum Aðgangur. Þetta getur reynst gagnlegt þegar stjórnandi vill hafa aðgang að öllum umsækjendum um tiltekið starf sem verið er að auglýsa.  

Smellt er á + hnappinn, viðkomandi notandi valinn og svo smellt á Geyma og loka hnappinn.