Útgáfa 23.4.3

Virkni í orlofsreikningi þegar reiknireglu er breytt

APPAIL-10464

Ef reiknireglu orlofs er breytt á miðju tímabili þá reiknar Kjarni orlofið miðað við nýjasta spjaldið. Útbúin hefur verið stilling til þess að láta Kjarna reikna orlof niður á tímabil.

Hægt er að senda beiðni á service@origo.is til að láta virkja stillingu ef þörf er á skiptingu reiknings eftir tímabilum.

Dálkalistar - bæta við launategund

APPAIL-10463

Nú er hægt að velja launategundina G. eining * tímaeining þegar dálkar eru stilltir í dálkalistum. Sjá nánari leiðbeiningar um dálkalista hér: Dálkalistar