Dálkalistar

Þegar unnið er með launagögn úr Kjarna getur verið mjög gott að búa til dálkalista.  Fyrirtækjalisti birtir launagögn lóðrétt fyrir hvern launalið en með dálkalistum er hægt að velja fleiri en einn launalið saman í hvern dálk sem birtast lárétt.  Það eru miklir möguleikar í gerð dálkalista en Kjarni notar virkni Devexpress í dálkalistum, hægt er að finna frekari upplýsingar um Devexpress inn á https://documentation.devexpress.com/#XtraReports/CustomDocument2162.

Sumar aðgerðir er frekar flóknar en aðrar einfaldari.  Hægt er að setja inn margvíslegar formúlur í dálkalista, allt frá einföldum formúlum uppí flóknari.

Breyta eldri dálkalista

 

Breyta eldri dálkalista

 

Þegar breyta þarf eldri dálkalista er farið í “Skýrslur” úr hliðarvalmynd og smella þar á “Dálkalistar”. 

 

image-20240109-161819.png

 

Dálkalisti valinn úr listanum sem opnast í sérflipa og tvísmellt á hann eða hann opnaður með því að smella á blýant í tækjaslá, sjá mynd.

Frístandandi gluggi opnast og þar er smellt á bláa textann Skilgreina dálka.

 

Nýr frístandandi gluggi opnast og þar sjást hvaða dálkar eru í þessum lista. Til að breyta dálki er hann valinn í listanum hægra megin og smellt á Skrá tegund til að opna á þá launaliði sem skráðir eru í þennan dálk.

Hægt er að leita að launaliðum með því að staðsetja bendilinn í leitarglugganum fyrir ofan listann af launaliðum og smella á táknið þrír punktar. Launaliður valinn og síðan er slegið á enter og þá bætist nýr launaliður við listann.

Ef fjarlægja á launalið úr dálki er hann valinn og fjarlægður með rauða mínusnum í tækjaslánni í glugganum Dálkalaunaliður.

Einnig er hægt að sækja ákveðnar tegundir launaliða inn í dálkalista með því að smella á hnappinn "Sækja tegundir"

Td. ef valin er tegundin Laun og smellt á "Sækja valdar tegundir" þá koma inn í dálkinn allir launaliðir sem skilgreindir eru með tegundina Laun.

Fyrir þá sem eru að nota Vinnuform í Kjarna er einnig hægt að velja það í niðubrotið. Þá eru sóttir í dálkinn launaliðir af valinni tegund og völdu vinnuformi.

Stofna nýjan dálkalista

 

Stofna nýjan dálkalista

 

Dálkalistar nýtast vel við afstemmingu launa vegna t.d launamiða.  Nýr dálkalisti er þá búinn til eins og lýst er í skrefum 1 til 9 hér að neðan. Hver reitur á launamiða er þá einn dálkur og í þá valdir þeir launaliðir sem við á.  

Svo taka við skref 1 til 4. sem eru til að geyma rétta útlitið og valskjá á nýjum lista.

 

Þegar búa á til nýja dálkalista frá grunni er farið í “Skýrslur” úr hliðarvalmynd og smella þar á “Dálkalistar”.              

 

 

Listinn sem kemur upp eru þeir dálkalistar sem til eru í kerfinu ykkar.  Það geta svo verið mörg mismunandi útlit af hverjum dálkalista.

Að stofna dálkalista er gert í 9 skrefum sem eru útskýrð hvert fyrir sig hér að neðan.

 

  1. Smella á græna plúsinn til að stofna lista

  2. Gefa dálkalistanum heiti

  3. Vista

  4. Fara í "Skilgreina dálka"

  5. Stofna þann fjölda dálka sem þarf

  6. Vista

  7. Fara í Skrá tegund

  8. Setja inn númer launaliða fyrir valinn dálk

  9. Vista

 

 

  1. Smellið á græna plúsinn til að stofna nýjan dálkalista

 

  1. Heiti dálkalista er skráð í svæðið Dálkalisti, Kjarni velur sjálfur númer á listann.  Ekki þarf að skrá neitt í Mappa og útlit en ef listinn á að koma fram í Dálkalistatré þarf að setja 1 í Mappa nr.

  2. Mikilvægt er að vista þegar búið er að gefa dálkalistanum heiti.

  1. Fara í "Skilgreina dálka"

  1. Stofna þann fjölda dálka sem þarf

Setja inn númer dálks og heiti ásamt því að velja Tegundina Launaliðir.  Í dálkategund er hægt að velja um hvort listinn eigi t.d að birta Samtals eða Gr. eining úr launalínunni í skráningu launa.  

  1. Mikilvægt er að vista þegar búið er að stofna hvern dálk, smellt er á græna plúsinn til að stofna nýjan dálk.

  1. Fara í "Skrá tegund"

  1. Skrá inn þá launaliði sem eiga að koma í hvern dálk

  2. Þegar búið er að skrá inn þá launaliði sem eiga að vera í dálki nr.1 er farið í Geyma og loka og næsti dálkur valinn og farið aftur í "Skrá tegund" til að setja inn þá launaliði sem eiga að vera í dálki nr.2 og svo koll af kolli þar til búið er að setja inn launaliði í alla dálkana. Í þessu dæmi erum við með launalið nr. 9700 í dálki 2.

Ef nota á dálkalista í samanburð þarf að búa til dálk eða dálka fyrir skilyrði A, B, C og D ef samanburður er fyrir fjögur gildi.  Sami launaliður er þá settur í dálk A, B, C, og D.  

Tengja dálkalista við valskjá

 

 

Þegar hingað er komið er búið að stofna dálkalistann og nú er komið að því að keyra upp listann til að stilla hann af eins og við viljum hafa listann en það er gert í 4 skrefum.

  1. Keyra upp eldri dálkalista með valskjá 

  2. Setja inn þau svið sem við á 

  3. Vista listann með "Ferli geyma skrá"

  4. Tengja valskjá á listann 

  1.  Farið er í eldri dálkalista til að kalla fram valskjá fyrir dálkalista, númer nýja listans er sett hér í stað eldri lista.  Hægt er að smella á punktana til að finna nýja listann.  

Athugið að hafa útborgunarnúmer í skilyrðinu fyrir útborgun svo listinn keyrist ekki upp fyrir allar útborganir í kerfinu.  Til að keyra listann upp er smellt á Sækja.

  1. Dálkalistinn keyrist svona upp en hér er hægt að breyta listanum á ýmsa vegu með því að draga inn þau Svið sem við á.  Hægt er að velja úr fjölda sviða með þvi að smella á þetta tákn

  1. Þegar rétta útlitinu er náð er komið að því að vista listann svo hægt verði að keyra upp listann síðar með sama útliti.

Smellt er á tákn fyrir "Ferli geyma skrá" 

Listanum gefið nafn, hægt er að skrifa frjálsan texta í svæðið "Skýring".

Mikilvægt er að muna að taka út hakið í "Yfirskrifa skilyrði" og smella svo á Next.

Næst kemur upp gluggi þar sem hægt er að skilgreina hvaða notendur hafa aðgang að listanum, aftur er smellt á Next og þá er valin staðsetning vistunar.  Mjög gott að hafa möppu fyrir hvern notanda til að geyma lista.

Smella á Next og þá koma inn upplýsingar um listann, aftur er smellt á Next og svo Finish. Nú er listinn kominn á þann stað þar sem hann var vistaður.  Ef möpputré er opið þarf að fríska til að sjá nýja listann.

  1. Nú þarf tengja valskjá á listann. Finna á listann í möpputrénu, hægrismella til að fara í "Stilla" eða smella á hnappinn "Stilla"  fyrir ofan möpputré.

Setja þarf inn númer nýja listans sem búinn var til í upphafi til að þessi valskjár kalli á réttan lista.  Númerið á dálkalistanum er sett inn í Skipun þar sem 25 er hér á myndinni.

 

Hafa hakað í "Kalla á valskjá" og Geyma og loka.

Það er alltaf hægt að keyra upp dálkalistan aftur þaðan sem hann var vistaður og jafnvel gera breytingar og vista aftur þá annað hvort ofaní þennan eða gefa honum nýtt nafn.

 

Formúla í dálkalista

 

Nú ætlum við að keyra listann aftur upp og setja inn formúlu til að sjá meðaltal mánaðarlauna.

Byrjað er á því að færa reitina Dálkur og Dálkur samtals upp við hliðina á Skipulagseining á þessari mynd.   Smella á táknið "Velja svið"  og velja þar C01 og C02 inn þar sem Dálkur samtals var áður.  C01 merkir dálk eitt í dálkalistanum og C02 merkir dálk tvö osfrv.

 

Til að setja inn heiti á dálkana í stað C01 er hægri smellt á C01 og valið "Stilla gildi".

Í Caption er skrifað heiti dálks t.d Mánaðarlaun í stað C01.

Í FormatType er valið "Numeric" í stað None

Í FormatString er svo skrifað N0( enn núll) ef ekki á að sýna aukastafi, ef sýna á tvo aukastafi er skrifað N2, N3 ef sýna á 3 osfrv.

Til að setja inn formúlu fyrir útreikning á meðaltali er smellt á táknið fyrir formúlusmiðinn "PivotExpression" þá opnast nýr gluggi.

Smellt er á plúsinn neðst í vinstra horninu til að stofna dálk fyrir formúluna.  FX01 er dálkur fyrir fyrstu formúluna, næsta formúla í listanum fengi númerið FX02 osfrv.  Í Caption er skráð heiti dálks í stað <Veldu texta>, Unbound Type er Decimal fyrir tölustafi, Cell Format Type er Numeric og Cell Type String segir til um fjölda aukastafa.

 

 

 Smellt er á Fields til að fá upp þá dálka sem eru í listanum.  Tvísmellt er á Mánaðarlaun og þá afritast það í gluggan fyrir ofan.  Smella á deilingamerkið og svo tvísmella á Greidd stöðugildi.

Smella á "Virkja" og svo "Loka"

 

Velja nú inn þau svið sem við á  og stilla upp listanum eins og hann á að líta út.

Ef vista á þessa breytingu í áður gerðum lista er farið í "Geyma sniðmát"  annars er farið í "Ferli geyma skrá"  og listanum gefið nýtt heiti.

Keyrum nú dálkalistann aftur upp úr möpputrénu og bætum inn 4 dálki með viðvörunarljósi.

Smellum á formúlusmiðinn og búum til nýjan dálk með plúsinum neðst til vinstri til stofna FX02 ( formúla nr. 2 )

Veljum "Functions", finnum "if" í dálkinum til hægri og tvísmellum til að afrita í gluggan fyrir ofan.  

 

 

Veljum núna "Fields" setjum músabendilinn beint fyrir aftan fremri sviga í efri glugganum og tvísmellum á dálka heitið fyrir FX01 sem í þessu dæmi er Meðal laun.

Setjum svo inn í formúluna þannig að hún líti svona út

Iif([Meðal laun] <500000,1  ,0 )

Smellum á virkja og svo Loka.

Ef heiti dálka sjást ekki er hægt að stækka svæðið fyrir Svið, á þessari mynd er búið að stækka svæðið Skipulagseining svo heiti dálka sjáist.

Hægri smellt er á dálkinn fyrir seinni formúluna FX02 og smellt á "Setja sem KPI"

Nú ætti listinn að líta svona út, þ.e gult þar sem meðal laun eru hærri en 500.000 en annars grænt ljós.

 

Til þess að hætta að fá ljós í reitinn er aftur hægri smellt á formúluna og valið að "Slökkva á KPI".

Ef vista á þessa breytingu í áður gerðum lista er farið í "Geyma sniðmát"  annars er farið í "Ferli geyma skrá"  og listanum gefið nýtt heiti.



Breyta skattaprósentum í dálkalistanum Stofn til staðgreiðslu

 

Breyta skattaprósentum í dálkalistanum Stofn til staðgreiðslu

 

 

Skattaprósentur breytast yfirleitt um hver áramót. Þá þarf að breyta skattaprósentum í samræmi í dálkalistanum Stofn til staðgreiðslu.

Keyrið upp skýrsluna undir Dálkalistar>Hellulistar

 

Formúlutáknið á valstikunni er valið.

 

Efsti dálkurinn vinstra meginn er númer FX01 og heitið er 31.45%. Byrjað er á því að breyta heitinu á efsta reitum úr gömlu prósentunni í nýju prósentuna

 

Farið í næsta reit fyrir neðan (FX02), þar sjáið þið að heitið á FX01 kemur inn sem prósentan hægra megin = 31.48%

 

 

Það sem við þurfum að gera næst er að breyta stærra en í prósentustig fyrir neðan = 31.47% og minna en prósentustig fyrir ofan = 31.49%

Athugið að nota punkta en ekki kommur þegar þessum prósentustigum er breytt.

Ýta á Virkja og ef það koma ekki upp villuboð er formúlan gild og hægt að halda áfram niður listann. Ef villuboð koma þarf að loka og byrja aftur.

 

Breyta heitinu á dálki FX03 í rétt prósentustig = 37,98%.

Breyta stærra en í prósentustig fyrir neðan = 37.97% og minna en prósentustig fyrir ofan = 37.99%

Athugið að nota punkta en ekki kommur þegar þessum prósentustigum er breytt.

Ýta á Virkja og ef það koma ekki upp villuboð er formúlan gild og hægt að halda áfram niður listann. Ef villuboð koma þarf að loka og byrja aftur.

 

Breyta heitinu á dálki FX07 í rétt prósentustig = 46,28%.

Breyta stærra en í prósentustig fyrir neðan = 46.27% og minna en prósentustig fyrir ofan = 46.29%

Athugið að nota punkta en ekki kommur þegar þessum prósentustigum er breytt.

Ýta á Virkja og ef það koma ekki upp villuboð er formúlan gild er farið í Loka.

Ef villuboð koma þarf að loka og byrja aftur.

 

Til að nýja formúlan festist inni í listanum þarf að fara í Geyma sniðmát á valstiku

 

Sjálvalið kemur mappan og heitið á listanum og því nóg að ýta hér á Geyma

 

Skilaboð birtast neðst í hægra horni; Útlit geymt fyrir Stofn til staðgreiðslu.