Starfsvottorð
Starfsvottorð er aðgengilegt í hliðarvalmynd Kjarna undir Kjarni> skýrslur.
Til að opna starfsvottorð þarf að velja annað hvort starfsmannanúmer eða launamannanúmer og smella á áfram.
Fyrir starfsmenn í fleirra en einu starfi er mælt með því að slá inn launamannanúmer til að fá vottorð fyrir ákveðið starf.
Starfshlutfall er sótt í launalið 9700, greidd stöðugildi og starfstímabilið kemur einnig úr launaskráningu.
Línurnar skiptast eftir breytingum á starfhlutfalli og ef alltaf er um sama hlutfall að ræða birtist samfellt starfstímabil og fjöldi mánaða kemur fram í svæðinu mánuðir.
Upplýsingar um starfsheiti, lífeyrissjóð og stéttarfélag eru sóttar í spjöld starfsmannsins.