Byrjaðir og hættir á tímabili.
Hægt er að nota listann Tenging innan fyrirtækis sem er undir kerfishlutanum Mannauður til þess að ná út upplýsingum um byrjaða og hætta starfsmenn á ákveðnu tímbili.
Áður en skýrslan er keyrð upp er tímabil valið, t.d. sl. ár (hægt er að velja 'Fríska' til að fá valskjáinn upp).
Svo þarf að fara i flipann Ráðning og taka ráðningarmerkingarnar út til þess að fá upp hætta starfsmenn í listann.
Smellt er á Sækja til að sækja skýrsluna.
Þegar skýrslan hefur verið keyrð upp eru svæðin 'Ráðningardagsetning' og 'Síðasti starfsdagur' dregin inn í hana.
Dagsetningar þeirra svæða eru filteraðar niður á dagsetningar þess tímabils sem skoða á.
Smellt er á í tækjaslánni og filteringin sett inn fyrir hvort svæði um sig.
Í glugganum sem opnast er heiti svæðisins sem filtera á valið (smellt á blá textann og þá opnast vallisti) og síðan er smellt á græna textann, sem opnast sjálfkrafa sem Jafnt og, þar er valið "Er á milli" og dagsetning sem filtera á er handskráð inn.
Í þessu dæmi er verið að skoða hætta á árinu 2018.
Filterað er svo á hætta starfsmenn í listanum.
Þegar búið er að filtera á ráðningarmerkinguna eru þær upplýsingar teknar út í excel ef þörf er á að geyma þær og síðan er sami háttur hafður á þegar ráðningardagsetning er skoðuð (byrjaðir á tímabilinu).
Til að fjarlægja filterinn er smellt á exið í neðra vinstra horni.
Með þessum hætti eru upplýsingarnar um byrjaða og hætta teknar út í tveimur skjölum.
Ef aðeins á að telja starfsmenn í hvorum flokki, þá er ekki þörf á að flytja í excel, heldur aðeins hægrismellt neðst í listann og valið Count, annars vegar fyrir nýráðna og hins vegar fyrir hætta starfsmenn.