Mínar skýrslur
Þægilegt getur verið að safna saman þeim skýrslum sem mest eru notaðar og vista sem flísar í eigin valmynd.
Þessa valmynd er síðan hægt að tengja inn á Mínar skýrslur.
Valmynd er tengd inn á þetta tákn, Mínar skýrslur, með stillingu í Flipanum Stillingar og þar í Gildi.
Heiti gildis er Poet.MyReports. Í reitinn Gildi er skráð númer valmyndar, eða hún dregin inn í svæðið.
Athugið að skrá númer notanda í línuna. Ef enginn notandi er skráður á þessa stillingu, þá er búið að gefa öllum notendum aðgang að þessari valmynd.
Á hjálagðri mynd eru allir notendur með sömu valmynd - Valmynd nr. 13 - tengda á Mínar skýrslur.
Ef aðstoðar er þörf við að stofna nýja valmynd, þá má lesa allt um það hér