Stofna valmynd

 

Stjórnborð

 

 

image-20240906-163658.png

 

Farið er í flipann Stillingar

Smellt er á valmyndina Stjórnborð og þá opnast þá nýr flipi.

image-20240906-151054.png

 

Byrjað er á að vista tóma valmynd, með hjálp táknsins Ferill Geyma/stofna skrá.

 

Fara gegnum ferlið og velja skráarnafn.

 

Velja staðsetningu þar sem valmyndin verður vistuð. Loka valmyndinni og opna hana aftur úr möppunni sem hún var vistuð í.

 

Þegar búið er að vista hana þá eru listar einfaldlega dregnir úr Hliðarvali > Möppur inn á valmyndina.

 

Þegar valmyndin er tilbúin þarf að fara í Geyma sniðmát til að vista breytingar.

Flísavalmynd

 

 

Farið er í flipann Stillingar

Smellt er á Valmynd flísar og þá opnast þá nýr flipi.

 

Byrjað er á að vista tóma valmynd, með hjálp táknsins Ferill Geyma/stofna skrá.

 

Velja staðsetningu þar sem valmyndin verður vistuð. Loka valmyndinni og opna hana aftur úr möppunni sem hún var vistuð í.

 

Þegar búið er að vista hana þá eru listar einfaldlega dregnir úr Hliðarvali > Möppur inn á valmyndina.

 

Til þess að breyta lit á flísum eða texta á flísum er hægrismellt á viðkomandi flís og lit flísar breytt í reitnum Tile Background og texta í reitnum Caption.

 

 

Breytingar eru vistaðar með því að smella á Blýantstáknið í tækjaslá, eins og þegar listar eru vistaðir.

 

 

Ef eyða þarf lista úr valmynd, þá er það gert með því að velja töflutáknið í valmyndinni. þar er einnig hægt að viðhalda lit á flísum og texta.

Listi valinn og smellt á rauða mínusinn í tækjaslánni ef eyða á flís. Ef breyta á lit eða stærð á flís hér, þá er tvísmellt á listann og þá opnast sami gluggi og þegar hægrismellt er beint á flís í valmynd.

Sleðavalmynd

 

 

Farið er í flipann Stillingar

Smellt er á Valmynd sleðar og þá opnast þá nýr flipi.

 

Fara gegnum ferlið og velja skráarnafn.

 

Velja staðsetningu þar sem valmyndin verður vistuð. Loka valmyndinni og opna hana aftur úr möppunni sem hún var vistuð í.

 

Farið er í töflutáknið á valstiku og þar er stofnuð lína fyrir hvern lista.

Smellt er á plús neðst í glugganum til að bæta við línu og valinn listi dreginn úr möppu í hliðarvali og inn í svæðið XapFile ID. Þar til hægri er hægt að yfirskrifa heiti listans og skipta um lit á flís og texta.

 

Þegar valmyndin er tilbúin þarf að fara í Geyma sniðmát til að vista breytingar.