Flýtilyklar
Hér að neðan eru upplýsingar um þá flýtilykla sem eru til staðar í Kjarna í dag. Þessum flýtilyklum er einfalt að breyta ef viðskiptavinir vilja að aðrir flýtilyklar en þeir sem eru þegar skilgreindir framkvæmi eftirfarandi aðgerðir.
Til þess að flýtilyklarnir virki þá þarf notandi að vera staddur með bendilinn á þeirri skjámynd sem flýtilykillinn á að virka fyrir.
Notendur geta sjálfir bætt inn viðbótarflýtilyklum. Flýtilyklarnir eru skilgreindir í kerfisvalmynd undir Kjarni > Stillingar > Flýtilyklar. Þar er skilgreint hver flýtilykillinn er og við hvaða skipanir hann á. Skipanir fyrir aðgerðir í Kjarna er hægt að sjá með því að hafa kveikt á kemba glugganum. Kveikt er á honum með því að smella á Kemba hnappinn efst í hægra horni Kjarna. Einnig er hægt að óska eftir aðstoð frá ráðgjöfum Origo, service@origo.is, við að bæta inn nýjum flýtilyklum.
Flýtilykill | Hegðun |
---|---|
Escape | Lokar glugga án þess að vista breytingar |
Ctrl+H | Opnar hjálp í browser notanda |
Ctrl+F10 | Opnar/Lokar kemba |
Ctrl+Alt+F10 | Sýnir hvaða skipun er opin |
Ctrl+F8 | Sýnir tækniheiti |
Ctrl+N | Stofnar nýja færslu |
Insert | Stofnar nýja færslu |
Ctrl+Enter | Bætir við nýrri línu í .Select lista |
Ctrl+S | Vistar færslu |
Ctrl+R | Endursækir lista (refresh) |
Ctrl+D | Eyðir valdri færslu í lista |
Delete | Eyðir valdri færslu í lista |
Ctrl+D | Staðfestir eyðingu á færslu í spjaldi |
Delete | Staðfestir eyðingu á færslu í spjaldi |
Ctrl+E | Breytir valdri færslu í lista |
Ctrl+F2 | Opnar valmynd |
Ctrl+F3 | Stillir breidd dálka í lista |
Ctrl+F6 | Víkkar samandregna hópa í lista |
Ctrl+F7 | Fellir samandregna hópa í lista |
Home | Fer í fremsta dálk í valinni línu í lista |
End | Fer í aftasta dálk í valinni línu í lista |
Ctrl+Home | Fer í efstu línu í lista |
Ctrl+End | Fer í neðstu línu í lista |
Delete | Eyðir út texta aftan við bendil |
Backspace | Eyðir út texta framan við bendil |
Ctrl+F1 | Felur/Sýnir valmynd |
Ctrl+F4 | Lokar tab |
Músasmellur með miðjutakka/hjóli á tab | Lokar tab |