Öll gögn starfsmanns - GDPR
Skýrslan Öll gögn starfsmanns - GDPR er aðgengileg í hliðarvalmynd undir Kjarni > Skýrslur.
Skýrslan skilar öllum upplýsingum sem skráðar eru um tiltekinn starfsmann í Kjarna, að undanskildum launagögnum, og er hægt að keyra upp ef starfsmaður óskar eftir að fá öll gögn sem skráð eru um hann í mannauðs- og launakerfið. Skýrsluna er hægt að prenta út eða vista sem .pdf skjal. Starfsmaður ætti þegar að eiga alla launaseðla en ef hann óskar eftir launagögnum til viðbótar þá er einfalt að taka allar launaupplýsingar starfsmanns út úr fyrirtækjalista.
Þegar smellt er á skýrsluna í hliðarvalmynd kemur upp valskjár þar sem viðkomandi starfsmaður er valinn.
Smellt er á Áfram og skýrslan keyrist þá upp með öllum þeim upplýsingum sem skráðar eru um starfsmann. Skýrsluna er hægt að prenta út eða vista niður sem .pdf.