Hraðlistar laun

Í hliðarvali > Kjarni > Skýrslur kom inn ný valmynd fyrir hraðlista úr launakerfi með útgáfu 19.2.1 þ.e. í öðrum ársfjórðungi 2019.

Í þeim tilvikum sem þessi valmynd kemur eftir að uppsetningu Kjarna er lokið hjá viðskiptavinum, þá gæti þurft að stofna einhverja lista og tengja inn á valmyndina og eins gæti þurft að stofna valskjá fyrir listana og stilla inn í gildi. Einnig gæti þurft að bæta við skipunum í aðgangsheimildir stjórnenda sem eiga að fá aðgang að þessari valmynd.

Ef aðstoðar er þörf þá vinsamlega sendið beiðni á service@origo.is með textanum Kjarni, Hraðlistar laun, stillingar.

Val er um þrjár tegundir af listum, Listar, Greining og Töflureiknir. 

Hér fyrir neðan valmyndina má sjá mismuninn á útliti eftir því hvaða tegund er valinn.

Einnig er val um þrjár færsluskrár, launafærslur sem eru útborganir í Kjarna, ávinnslu sem sýnir skuldbindingu fyrirtækis og svo að lokum tölur úr launaáætlun.

Listi

Listi er línulegur listi, ein lína fyrir hvert val, sjá mynd. Hægt er að tvísmella á línu í listanum og fá þannig frekara niðurbort á þá línu. Einnig er hægt að hægrismella á línu og fá þannig nýtt niðurbrot á allan listann.

Greining 

Greiningarlisti er Pivot listi.  Hægt er að tvísmella á línu í listanum og fá þannig frekara niðurbort á þá línu. Einnig er hægt að hægrismella á línu og fá þannig nýtt niðurbrot á allan listann.

Töflureiknir

Töflureiknir er eins og excel skjal, sem opnað er inni í Kjarna, en gögnin ekki flutt út í excel. Hér eru engir möguleikar að sækja aðar breytur eða fá nýtt niðurbrot.

Nánari upplýsingar um eðli og uppbyggingu hraðlista má sjá í kaflanum Launalistar