Tilfærsla ef ekki er aðgangur að launum
Þegar verið er að gera tilfærslu í Ráðningarferli/Starfsmannaferlar er í boði að fá bara upp fyrstu tvö skrefin, Grunnupplýsingar og Persónuupplýsingar. Getur þetta komið sér vel ef notandinn hefur ekki aðgang að launum og sleppur þá við að fara í gegnum öll hin skrefin. Ef tilfærslu ferillinn er svona stuttur þá lokast ekki önnur spjöld sem koma upp í hinum skrefunum. Ef óskað er eftir að fá þessa stillingu inn skal senda á service@origo.is
Ráðningarferli - tékk hvort launaflokkur og launaþrep sé til fyrir viðkomandi launatöflu
Í grunnlaunaskrefinu í ráðningarferlinu er búið að bæta við tékki fyrir launaflokk og launaþrep og hvort það tilheyri ekki þeirri launatöflu sem er valinn.
Ráðningarferli/Starfsmannaferlar - Síðasti starfsdagur fyrir tímabundna ráðningu og sumarvinna
Ef valin er tegund ráðningar Tímabundin ráðning/Sumarvinna í ráðningarferli/starfsmannaferlar þá kemur upp pop-up þar sem hægt er að skrá síðasta starfsdag. Ef dagsetning er valin í þessum glugga stofnast hættur færsla með gildisdagsetningu daginn eftir þann dag sem var valinn.