Vefþjónusta - Vefþjónusta fyrir námskeið skilar fjölda tíma
V2 þjónustan fyrir námskeið (https://vidskiptavinur-api.starfsmenn.is/kjarni/api/v2/Courses) var ekki að skila niðurstöðum fyrir fjölda tíma sem skráðir voru á námskeiðin. Þetta hefur verið lagað.
Vefþjónusta - Orlofsþjónusta skilar kostnaðarstöð
V2 þjónustan fyrir orlofsyfirlit var ekki að skila niðurstöðum fyrir kostnaðarstöð nema þegar kostnaðarstöðin var yfirskrifuð á stöðuna. Þetta hefur verið lagað og skilar þjónustan nú einnig niðurstöðum fyrir kostnaðarstöð þegar hún erfist frá skipulagseiningu.
Vefþjónusta - Hlutir í láni
V2 þjónustan fyrir spjaldið Hlutir í láni var ekki að skila nafni á hlut í láni þannig útbúið var expand frá tegund hlutar í láni þannig að núna er hægt að fá nafn hlutar í láni í kallinu með því að kalla á það svona; https://vidskiptavinur-api.starfsmenn.is/kjarni/api/v2/EmployeeMasterObjectOnLoans?$expand=HrObjectType
Stillir - möguleiki á að sameina reiti
APPAIL-10684
Valmöguleika á að sameina reiti í listum hefur verið bætt við möguleikann Stillir. Það getur verið þægilegt að sameina reiti á þennan hátt ef það er mikið af eins gildum í listanum, því augað er þá fljótara að nema línurnar þegar breytingar hafa orðið á gögnunum. Í stilli er einnig hægt að kveikja og slökkva á flokkun, fæti og síum.