Lýsing á stillingum í XAP > Gildi
Lýsingardálki hefur verið bætt við XAP > Gildi þannig að hægt sé að skrá inn lýsingu á þeim stillingum sem þar eru.
Icon í starfsmanna- og launamannatré
Búið er að skipta um icon í starfsmanna- og launamannatré þannig að þau séu meira í samræmi við önnur icon í Kjarna.
Kerfisvalmynd > Aðgerðir - Kerfi bætt við í valmynd
Valmyndinni 'Kerfi' var í öllum flipum í kerfisvalmyndinni nema í flipanum 'Aðgerðir'. Honum hefur verið bætt við þar.
Bætt skilaboð ef reynt er að opna viðhengi sem þegar er opið
Ekki er hægt að opna viðhengi starfsmanns sem þegar er opið og hafa skilaboð þess efnis verið bætt og gerð skiljanlegri.
Jafnlaunavottun - Jafnlaunagreiningarskýrsla BSI
Skýrslan Jafnlaunagreining BSI er aðgengilega í Hliðarvali > Kjarni > Skýrslur.
Stofna þarf þrjár nýjar stillingar í flipanum XAP > Gildi
Númer | Nafn | Kódi | Gildi | Lýsing |
EqualPay | Kjarakannanir | true | Skýrslan verður aðgengileg í Hliðarvali, Kjarni, Skýrslur. False og hún sést ekki. | |
EqualPay.PayListID | Kjarakannanir | Vísir þess dálkalista sem stofna þarf hjá hverjum viðskiptavini fyrir sig. | ||
EqualPay.OrgCompanyID | Kjarakannanir | 1 | Vísir fyrirtækis sem koma skal sjálfgefið í valskjá. |
Dálkalistinn inniheldur 3 dálka,1) 100% laun 2) Bílastyrkur og 3) Umbun. Mismunandi er á milli viðskiptavina hvaða launaliðir fara í hvaða dálk.
Jafnlaunagreining sækir upplýsingar í spjöld starfsmanna útfrá valinni dagsetningu. Launaupplýsingar eru sóttar með aðstoð ofangreinds dálkalista og er þetta virknin:
- 100% Laun : Average(PayRecordAmount) * Average(PayRecordBonus) þessi formúla sækir 100% laun starfsmanns með álagi ef það er fyrir hendi, óháð greiddu starfshlutfalli.
- Bílastyrkur : Samtals (PayRecordSum) úr launalínum (PayRecord)
- Umbun : Samtals (PayRecordSum) úr launalínum (PayRecord)
Flýtilyklar - Enter stofni nýja línu fyrir svarmöguleika spurninga
Á fundi með einum af viðskiptavinum Kjarna kom upp að gott væri að ný lína stofnaðist þegar smellt er á enter við stofnun svarmöguleika fyrir spurningar í Kjarna, hvort sem er í ráðningum, frammistöðumati, námskeiðsmati eða gátlistum.
Notendur geta sjálfir bætt við þessum flýtilykli með því að fara í Kjarni > XAP > Flýtilyklar í kerfisvalmynd Kjarna.
Og bæta þar inn rauðmerktu línunni hér að neðan. Einnig væri hægt að láta aðra flýtilykla framkvæma það sama, t.d. Insert eða Ctrl+Enter, sjá dæmi um það í hinum tveimur línunum hér að neðan.