Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

Version 1 Next »

Starfsmaður fer inn á starfsmannavefinn til að svara sínum hluta frammistöðumatsins. Frammistöðumatið er aðgengilegt í hliðarvalmaynd en einnig á flís á forsíðu starfsmannavefsins.

Hér er hægt að sjá stöðuna á frammistöðumatinu. Frammistöðumatið fær stöðuna Ekki byrjað að svara ef ekki er byrjað að svara en fær stöðuna Ekki búið að ljúka ef byrjað er að svara frammistöðumatinu en ekki búið að senda það. Eftir að frammitöðumatið hefur verið sent hverfur það af flísinni á upphafssíðu en alltaf er hægt að komast í frammistöðumatið í gegnum hliðarvalmynd.

Dagsetningin sem kemur fram á flísinni er sú dagsetning sem frammistöðumatinu þarf að vera lokið.

Starfsmaður svarar spurningum frammistöðumatsins. Hægt er að vista niðurstöður og klára síðar með því að smella á Vista og senda seinna. Niðurstöðunum er svo skilað með því að velja Senda. Mikilvægt er að velja Senda til að senda frammistöðumatið inn og fær frammistöðumatið þá stöðuna Svarað. Starfsmaður getur ekki breytt svörunum sínum eftir að búið er að skila frammistöðumatinu.

Eftir að starfsmaður hefur skilað inn frammistöðumatinu getur hann skoðað svörin sín með því að opna matið. Starfsmaður getur ekki breytt svörunum sínum eftir að þeim hefur verið skilað.

  • No labels