Lagfæring á útreikning í spjaldinu Vinnutími
Spjaldið vinnutími reiknar fjölda vinnustunda á mánuði. Spjaldið sýndi allaf töluna 173,36 fyrir fullt starf en rétt tala er 173,33. Margföldunarstuðlinum á bakvið formúluna var breytt úr 21,67 í 21,66625 þannig að niðurstaðan birtir 173,33.
Bætt var við svæðinu Fj.tíma á mán. 100% Þar kemur talan 173,33 fram ef vinnuskylda á dag er 8 tímar m.v. fullt starf, sama hvert starfshlutfall starfsmanns er.
Orlofsuppgjör - deilitala úr vinnutímaspjaldi
Fj.tíma í mán. 100% úr vinnutímaspjaldi starfsmanna er sú tala sem notuð er í dag til að umreikna áunna orlofstíma til launa, hvort heldur sem það er við uppgjör vegna starfsloka eða við útreikning á skuldbindingu fyrirtækis.
Breyta texta í skjámynd - Launaliðir
Í skjámynd fyrir launaliði var texta í flipanum Reikniform breytt úr Staðgr.tímabil í Greiðsluform
Lífeyrissjóður - upplýsingar af sjóðnum birtist í spjaldi en gráar
Þegar lífeyrissjóðsspjald starfsmanns er skoðað eru birtar upplýsingar beint úr stofngögnum lífeyrissjóðs - ef valin er reiknireglan Reiknast eins og sjóður, sjá mynd.
Athugið að til þess að þessar upplýsingar komi fram þá verða að vera skráðar dagsetningar á færslurnar í flipanum "Launaútreikningur" í stofngögnum lífeyrissjóða. Annars verða gráu reitirnir áfram tómir.
Ef fleiri en ein lína er skráð í flipann "Launaútreikningur" err sóttar upplýsingar út frá þeim degi sem spjaldið er skoðað (ToDay)
Yfirfara listann fyrir lífeyrissjóði "EmployeeDetailPension"
Nú er hægt að sækja mun fleiri svæði inn í listann Lífeyrissjóður í hliðarvali > Kjarni > Mannauður
Bætt var við svæðunum Fyrirtæki,nafn og númer, Kostnaðarstöð, nafn og númer, Skipulagseining, nafn og númer, Staða, nafn og númer, Reiknitegund, nafn, Staðsetning, nafn og númer, Ráðningarmerking og Tegund ráðningar
Svæðinu gjalddagi bætt í lista
Svæðinu gjalddagi var bætt við inn í listana fyrir Innheimtur, Lífeyrissjóður og Stéttarfélög.
Flakka á milli starfsmannatrés og launaútborgunar - villandi
Unnið er með starfsmann í skrá laun
◾Farið í Hliðarval > Flipinn Starfsmenn > Annar starfsmaður valinn þar og skoðaður
◾Farið aftur í flipann Skrá laun og smellt á spjald þess sem unnið var með í skráningu
◾Upp kom spjald starfsmanns sem skoðaður var í starfsmanna tré ! Ekki þess starfsmanns sem unnið er með í launaskráningu. Þetta var mjög villandi og hefur nú verið lagað. Nú kemur áfram sami starfsmaður í launaskráningu og unnið var með áður.
Áramótastaða tvöföld
Hjá þeim viðskiptavinum sem eru með fleiri en eitt fyrirtæki var áramótastaða á launaseðli að tvöfaldast þegar útborgun í fyrirtæki 2 var lokað. Þetta hefur verið lagað.
Orlof lagt í banka - auka króna
Launaliðir 9201 Orlof lagt í banka og 9210 Orlof á laun áttu það til að hækka upphæð um eina krónu ef þannig stóð á afrúnnun heildarsummu launa. Þessu hefur nú verið breytt, þannig að aurar eru ekki skoðaðir, heldur tekin hrien samtala þeirra launa sem orlof er reiknað af.
Grunnlaunaspjald - heiti breytt á svæði
Heitinu á svæðinu Launatafla nr. var breytt í Samningur nr.