...
Búið er að fela áminningarvirknina þegar stofnuð eru réttindi. Eins var 'Áminningar' tekið út úr hliðarvalmyndinni. Áminningar fyrir réttindi eru núna stofnaðar undir Kjarni > Stofnskrá > Áminningar
Gildistími réttinda
APPAIL-2491
Þegar réttindi eru stofnuð í kerfið er hægt að skilgreina hversu lengi réttindin gilda. (dæmi: skírteini í fyrstu hjálp gildir í tvö ár). Þegar viðkomandi réttindi eru skráð á starfsmann kemur kerfið sjálfkrafa með endadagsetningu réttindanna út frá því sem skráð var inn í grunnskráningu réttindanna (dæmi: skírteini gilda frá 01.01.2015, kerfið kemur sjálfkrafa með endadagsetningu 01.01.2017). Nú er hægt að yfirskrifa endadagsetninguna ef að hún á ekki að fylgja því sem skráð var í stonfupplýsingar réttindanna.