...
Ef yfirmaður fær ráðningarmerkinguna Í leyfi, Í fæðingarorlofi, Í námsleyfi eða Í veikindaleyfi þá kemur hann ekki lengur upp sem yfirmaður á sínum undirmönnum. Núna hefur verið bætt við meldingu sem kemur upp við skráningu á þessum ráðningarmerkingum um að undirmenn hans verði ekki lengur skráðir með yfirmann. Þetta á bara við í þeim tilfellum þar sem einn yfirmaður er skráður á yfirstöðuna. Ef annar starfsmaður er skráður á sömu stöðu kemur þessi melding ekki.
Áminningar - Lagfæringar út frá færslum í Tenging innan fyrirtækis spjaldinu
APPAIL-8439
Lagfæringar voru gerðar á áminningum út frá færslum í TIF spjaldinu. Nú skila áminningar gögnum m.v. það spjald sem áminningin er send fyrir og eru í gildi á þeim degi sem áminningin miðar við. Viðtakendur áminninga eru nú einnig sóttir út frá þeirri færslu sem áminningin miðar við.