Mannauður 21.7.1

Starfslýsing á stöðu

APPAIL-7922

Þegar staða var stofnuð þurfti alltaf að vista hana áður hægt var að hengja starfslýsingu á stöðuna. Þetta hefur verið lagað og núna er hægt að hengja starfslýsingu strax á stöðuna við stofnun.

Staða afrituð - starfslýsing afritist líka

APPAIL-7921

Þegar staða var afrituð var starfslýsingin ekki að afritast með. Þetta hefur verið lagað. Þær stöður sem voru afritaðar fyrir þessa útgáfu innihalda því ekki starfslýsingu þótt það komi texti í svæðið Starfslýsing eða hak um að það sé starfslýsing á stöðunni.

Kostnaðarstöðvar gerðar óvirkar

APPAIL-6215

Núna er í boði að gera kostnaðarstöðvar sem hættar eru í notkun óvirkar líkt og hægt er að gera með stöður. Hætta þær þá að birtast í listanum yfir kostnaðarstöðvar en hægt er að birta þær með því að velja inn þær kostnaðarstöðvar sem eru með hakað í Óvirk. Þær kostnaðarstöðvar sem eru óvirkar birtast ekki í leitarlistum fyrir kostnaðarstöðvar.

Aðvörun ef yfirmaður fer í leyfi

APPAIL-8367

Ef yfirmaður fær ráðningarmerkinguna Í leyfi, Í fæðingarorlofi, Í námsleyfi eða Í veikindaleyfi þá kemur hann ekki lengur upp sem yfirmaður á sínum undirmönnum. Núna hefur verið bætt við meldingu sem kemur upp við skráningu á þessum ráðningarmerkingum um að undirmenn hans verði ekki lengur skráðir með yfirmann. Þetta á bara við í þeim tilfellum þar sem einn yfirmaður er skráður á yfirstöðuna. Ef annar starfsmaður er skráður á sömu stöðu kemur þessi melding ekki.

Áminningar - Lagfæringar út frá færslum í Tenging innan fyrirtækis spjaldinu

APPAIL-8439

Lagfæringar voru gerðar á áminningum út frá færslum í TIF spjaldinu. Nú skila áminningar gögnum m.v. það spjald sem áminningin er send fyrir og eru í gildi á þeim degi sem áminningin miðar við. Viðtakendur áminninga eru nú einnig sóttir út frá þeirri færslu sem áminningin miðar við.