Fræðsla 21.7.1
Svæðum bætt við í Þátttakendalista
Punktafjölda og Stofnað þann hefur verið bætt við sem vali inn í Þátttakendalistann. Þessi dálkur er ekki í listanum þegar hann er keyrður upp og þarf að bæta honum við með því að velja Velja dálka.
Format á texta í fundarboði í Outlook
Núna er hægt að hafa hlekki og myndir í lýsingu á námskeiði eða í þeim texta sem fer út fyrir fundarboð á námskeið. Athugið að þessi virkni er bara í Outlook og virkar ekki í Google Calendar.
Þar sem núna er hægt að hafa hlekki í lýsingu námskeiðs þá er hægt að bæta við Teams hlekk í lýsinguna. Er það gert með því að stofna námskeið í Outlook með Teams fundarboði, afrita Teams hlekkinn þaðan og setja í lýsingu á námskeiðinu.