Til að bóka laun er smellt á bóka hnappinn í launahringum. Til að yfirfara bókun áður bókun er send er smellt á Bókhald vinstra megin við Bóka hnappinn. Þá kemur upp aðgerðarlína bókunar.
Efri hlutinn af aðgerðarlínunni eru aðgerðir sem tengjast bókun.
Neðri hnapparnir eru flýtileiðir í stofnupplýsingar.
...
Þegar smellt er á bóka kemur uppvalskjár upp valskjár þar sem forskráðar eru allar upplýsingar um þá útborgun sem á að bóka.
...
Hægt er að setja hak í svæðin ef notandi vill læsa bókun áður en útborgun er lokað.
...
Ef bókunaraðgerð er framkvæmd aftur aftur eftir að hakið er komið í bókunarsvæðið þá kemur upp skilaboðagluggi þar sem skrá þarf inn lykilorðið "bóka aftur" til að framkvæma bókunina aftur.
...
Með því að smella á Skoða í aðgerðarlínunni opnast einfaldur listi með upplýsingum úr launabókuninni.
...
Þegar smellt er á greina opnast sami listi í greiningarmynd (pivot) þar sem hægt er að vinna frekar með bókunarupplýsingar.
...
Þegar smellt er á senda bókun opnast valskjár þar sem upplýsingar um valda útborgun eru forskráðar í. Þar fyrir neðan er valinn sá staður sem bókunarskjal á að vistast á og nafnið á skránni er sett inn þar fyrir neðan. Skráarnafn getur bæði verið txt eða csv.
...
Þegar smellt er á senda vistast bókunarskjal á þann stað sem valinn var sem skráarslóð í valskjánum.