Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.



Image Modified

Almennt senda umsækjendur viðhengi sjálfir með umsókn sinni í gegnum umsóknarvef. Það getur þó komið til að það þurfi að handtengja viðhengi á umsækjanda í Kjarna. 
Það er gert í gegnum Heildaryfirlit umsækjanda eða Skjalaskápinn. Heildaryfirlitið er m.a. hægt að nálgast í gegnum listann Umsækjendur. Skjalaskápurinn er aðgengilegur úr hliðarvalmynd ráðningalausnarinnar.

Smellt er á + hnappinn til þess að bæta við nýju viðhengi og síðan smellt á Sækja skjal. Þegar skjalið er sótt þá fyllist sjálfkrafa út í Heiti skjals.

Valin er Tegund skjals eftir því hvernig skjal er verið að vista. Tegund skjals getur t.d. verið starfsferilsskrá, kynningarbréf, prófskírteini eða meðmælabréf. 

Ef viðhengi er tengt á í gegnum heildaryfirlitið þá er þegar fyllt út í svæðið Eigandi skjals en ef skjalið er tengt á umsækjanda í gegnum skjalaskápinn þá þarf að velja Eigandi skjals = Umsækjandi og með því að smella á Image Modified hnappinn í svæðinu fyrir Númer eiganda skjals er hægt að velja viðeigandi umsækjanda. 

Að lokum er skráð Lýsing, ef við á, og smellt á Stofna og loka.