Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

...

Rafrænar undirritanir - gildum (mail merge) bætt við í sniðmát

APPAIL-9049 / APPAIL-7405 / APPAIL-9194

Bætt hefur verið við gildum (mail merge) í sniðmátin. Eru þetta t.d. gildi úr grunnlaunaspjaldi, skattkorti, gildi af stöðunni og úr starfsmannaspjaldi. Passa þarf að ef gildið sem er valið inn skilar prósentutölu að þá þarf prósentutáknið ( % ) að vera í sniðmátinu sjálfu, gildið skilar bara heiltölu en ekki prósentutákninu.

Rafrænar undirritanir - Undirskriftir

APPAIL-9063 / APPAIL-9051

Listanum Undirskriftir hefur verið breytt. Núna birtir hann líka upplýsingar um eiganda skjals, hvenær undirskrift rennur út og netfangið sem var sent á. Núna birtist líka ein færsla fyrir hvern sem sent var á, t.d. ef sent var á tvo aðila kemur ein lína fyrir hvorn aðila s.s. 2 línur. Einnig hefur verið bætt við leitarmöguleika og hægt að leita eftir Heiti skjals, Nafni undirritanda og Eiganda skjals. Auk þess er hægt að sía á stöðu undirritunar.

Rafrænar undirritanir - framlengja undirritun

APPAIL-9158

Bætt hefur verið við valmöguleika að framlengja undirritun, t.d. ef undirritun hefur runnið út og undirritandi hefur ekki enn skrifað undir.

Rafrænar undirritanir - stilling fyrir undirritendur í stað næsta yfirmanns

APPAIL-7746

Bætt hefur verið við stillingu þar sem hægt er að skilgreina undirritendur sem koma sjálfkrafa í stað næsta yfirmanns. Ef óskað er eftir að bæta þessari stillingu við skal senda beiðni á service@origo.is